Skip to content

Árið kvatt

Og takk kærlega fyrir samfylgdina á liðnu ári. Ég hef skemmt mér alveg stórkostlega við að skrifa þetta blogg og það hefur verið mikil hvatning við að búa til nýja rétti – hvort sem þeir slá í gegn eða mistakast hrapallega. Það sem mér hefur samt fundist langskemmtilegast er að heyra frá ykkur, hvort sem það er á fésbókinni, twitter eða í athugasemdum hérna. Mér hefði ekki dottið í hug að lesendur myndu baka kanillengjuna fyrir eiginmanninn á brúðkaupsafmæli sínu, deila uppskriftum og smákökum á kaffistofunni á slysó eða baka heil ósköp af kanilsnúðum fyrir skírnarveisluna. Þið eruð frekar frábær.

Þar sem árið er víst liðið í aldanna skaut þykir okkur við hæfi að sýna ykkur hvaða réttir hafa verið í uppáhaldi hjá okkur á þessu ári. Ef þið smellið á myndina þá eigið þið að flytjast yfir á uppskriftina sjálfa. [Afsakið hvað gömlu færslurnar eru lengi að hlaða inn myndum. Þetta fór í smá rugl þegar ég skipti um útlit en ég ætla mér að vera dugleg að laga þetta í ár.]

Það er margt sem hefur veitt mér innblástur á þessu ári og mér finnst gott að kveðja árið með því að deila því með ykkur.

Matarbloggið hennar Joy the Baker hefur alltaf fengið mig til að brosa og hvatt mig til að eiga endalausar birgðir af smjöri og sykri.

Allar uppskriftir sem ég hef prófað frá Deb á Smitten Kitchen hafa verið óendanlega ljúffengar.

Ragnar Freyr hefur bloggað núna í rúm fimm ár og metnaður hans í eldhúsinu er bráðsmitandi.

Canelle et Vanille er með eitt fallegasta matarblogg sem ég hef séð á netinu.

Ljósmyndablogg Oliviu á  Everyday Musings er glaðvært og fallegt – ég fyllist allsvakalegri ferðaþrá þegar ég skoða myndirnar hennar og hún hefur gert það að verkum að ég læt mig dreyma um ferð til Charleston. Ég skoða líka ljósmyndirnar hennar Kollu á Augnablik reglulega, heimurinn er einstaklega fallegur í gegnum linsuna hennar.

Edda birtir myndir á Inciting Incidents sem vekja blundandi heimþrá.

Embla Ýr, litla systir mín, sem er heimsins mesti töffari.

Og þessi ótrúlegi maður –  sem hefur drepið mús fyrir mig á meðan ég nagaði neglurnar niður í kviku, haldið í höndina á mér í hvert skipti sem ég verð kvíðin, hvatt mig óspart til að sinna blogginu og ljósmynduninni, fengið mig til að hlæja að fáránlegustu hlutum og gert grín að mér þegar ég tek mig of alvarlega.

9 athugasemdir Post a comment
  1. Auður #

    Þið eruð svo yndisleg dúllurnar mínar! Takk svo mikið fyrir samveruna í New York í haust – þið eruð sannarlega frábær hjón, vinir og forréttindi að eiga ykkur að. Lovjú lovjú!

    01/01/2012
  2. Þóra frænka #

    Takk fyrir yndisleg skrif á árinu 2011

    01/01/2012
  3. Takk elskulegust x Gleðilegt nýtt ár og át x

    01/01/2012
  4. Elska þig!!! Hlakka til að elda með þér á nýja árinu.

    01/01/2012
  5. Takk sömuleiðis! Búið að vera mjög gaman að fá að fylgjast með þér og kræsingunum sem þú framkallar :-)

    01/01/2012
  6. Þakka þér Nanna fyrir frábært blogg :) Algjör unun að fylgjast með!

    02/01/2012
  7. Kærar þakkir fyrir skemmtilegt og inspirandi blogg. Gaman að fylgjast með þér,
    Kær kveðja frá Padova,
    Erna Svala

    06/01/2012
  8. Teitur #

    Kannski ég fái að hjálpa til með nokkrar færslur næstu vikurnar.

    08/01/2012
  9. Kristín Svava #

    Takk kærlega fyrir árið og uppskriftirnar, Nanna! Ég er búin að elda ansi mikið af síðunni þinni og tælenska vatnsmelónusalatið og hráskinkuquesadillurnar tróna þar efst í miklum græðgispíramída, að öðrum réttum ólöstuðum (þetta salat sko!). Verð líka að nefna granólað af jólagjafalistanum – ég gaf bæði granóla og biscotti í jólagjafir – sem ég veit að ég á eftir að búa til oft handa sjálfri mér. Ég hlakka til að halda áfram að pikka upp góðar uppskriftir hjá þér á nýju ári!

    10/01/2012

Færðu inn athugasemd við Auður Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: