Skip to content

Sítrónu- og ricottapönnukökur með bláberjasósu

Ég er orðin svolítið pönnukökuóð. Þær eru bara svo góðar, fallega gylltar og skemmtileg tilbreyting frá vikudagsmorgunmatnum að ég stenst ekki mátið. Það er líka svo notalegt að setjast við drekkhlaðið eldhúsborðið eftir að hafa sofið út og dundað sér  í rólegheitunum í eldhúsinu. Það er komið haustkul í loftið í Brooklyn, vindurinn er farinn að gusta köldu en ekki heitu og það er því ekki kvöl og pína að kveikja á ofninum og standa fyrir framan logana á gaseldavélinni.

Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Sítrónubragðið kemur alls ekki sterkt fram en spilar samt ljúft aukahlutverk og þeyttu eggjahvíturnar gera það að verkum að deigið þarf ekki lyftiduft en afurðin verður samt létt og eilítið loftkennd. Það má annaðhvort hræra ricottaostinn þar til hann blandast alveg inn í deigið (það finnst mér best) eða blanda honum varlega saman við þannig að maður fær stundum upp í sig bita af ricotta. Uppskriftin er fyrir þrjá og ég mæli sterklega með að ef þið eruð að elda fyrir fjóra eða fleiri að tvöfalda uppskriftina. Bláberjasósan kom líka mjög vel út og er góð tilbreyting frá hlynsírópinu (þó það megi auðvitað skvetta smá hlynsírópi yfir líka).

Bláberjasósa:

(Uppskrift frá Two Peas and their Pod)

  • 1 1/2 msk ferskur sítrónusafi
  • 1 1/2 tsk maíssterkja
  • 2 bollar [500 ml] bláber, fersk eða frosin
  • 2-3 msk sykur
  • 2 msk vatn

Aðferð:

Blandið saman sítrónusafa og sterkju í lítilli skál og setjið til hliðar.

Setjið bláber, sykur og vatn í meðalstóran pott. Náið upp suðu við háan hita og lækkið hitann síðan og leyfið að hægsjóða. Hrærið sítrónusafa og sterkju saman við þegar hægsuðu er náð. Haldið áfram að hræra þar til sósan þykknar. Slökkvið á hita, setjið lok á pottinn (til að halda sósunni volgri) og setjið til hliðar á meðan þið búið til pönnukökurnar.

Sítrónu- og ricottapönnukökur

(Uppskrift frá smitten kitchen)

  • 4 stór egg, rauðan skilin frá hvítunni
  • 1 1/3 bolli [300 g] ricotta
  • 1 1/2 msk sykur
  • 1 1/2 msk rifinn sítrónubörkur
  • 1/2 bolli [60 g] hveiti
  • Bráðið smjör fyrir steikinguna

Aðferð:

Hærið saman eggjarauður, ricotta, sykur og sítrónubörk í meðalstórri skál. Bætið hveitinu saman við og hrærið þar til allt hef rétt svo blandast saman.

Hrærið eggjahvíturnar með klípu af salti með handþeytara eða í hrærivél þar til þær verða þykkar og mynda stífa toppa. Hrærið fjórðungi af eggjahvítunum saman við ricottablönduna. Blandið síðan restinni af eggjahvítunum varlega  saman við.

Hitið pönnu yfir meðal-lágum hita. Prófið hvort að pannan sé orðin nógu heit með því að skvetta smá vatni á hana, ef droparnir ,dansa’ á pönnunni þá er hún tilbúin. Smyrjið pönnuna með bráðnu smjöri.

Vinnið í hollum með því að setja 1/4 bolla af deigi á pönnuna og eldið þar til hliðarnar hafa dregist saman og þær verða gylltar að neðan, ca. 1 – 2 mínútur á hvorri hlið. Ef þær gyllast of hratt er best að lækka hitann.

Berið fram með bláberjasósunni.

Fyrir 3

6 athugasemdir Post a comment
  1. Guðný Ebba #

    Girnilegt hjá þér elsku sítrónublætisstelpan mín. Saknisakn! xx

    18/09/2011
  2. Takk fyrir mig.

    18/09/2011
  3. Inga Þórey #

    mmm gott ða fá hugmynd að bláberjasósu! Er í vandræðum með öll bláberin sem við hjónin tíndum í kringum Jónslund um daginn!

    18/09/2011
  4. Auður #

    Rosalega lítur þetta vel út … mmm! Lovely.

    22/09/2011
  5. Rósa Kristín #

    Hlakka til að prófa þessa á sunnudagsmorgni. Bestu kveðjur frá Salzburg

    24/09/2011

Trackbacks & Pingbacks

  1. Baka með mascarpone og ferskum bláberjum | Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: