Skip to content

Borðað í New York

Hér er listi yfir matsölustaði í New York sem við höldum sérstaklega upp á. Þar sem við erum að nemast í New York þá býður fjárhagurinn ekki upp á mikla tilraunastarfssemi í þessum efnum en þetta ætti að gefa gestum og ábúendum hugmyndir um góða (og oftast ódýra) veitingastaði í borginni.

*Smá viðvörun: Þar sem við fluttum frá New York fyrir 3 árum síðan þá er þessi listi ef til vill orðinn svolítið úreltur.*

Á Manhattan:

 • Balthazar: Fallegur franskur veitingastaður í Nolita-hverfinu. Sérstaklega vinsæll í hádegismat og bröns.
 • Cafeteria:   Mjög góður ,,bröns“staður í Chelsea.
 • Chelsea Market: Reyndar ekki veitingastaður heldur innanhúsmarkaður í uppgerðri kexverksmiðju á milli Chelsea og Meatpacking District. Þar er ítalskur matarmarkaður, tælenskur veitingastaður, nokkur bakarí, espressókaffihús og æðislegur fiskmarkaður – Lobster Place. Á fiskmarkaðnum má kaupa eitt besta sushi í bænum og hægt er að borða það úti á  High Line með útsýni yfir Hudson ána (á góðum degi má sjá glitta í Frelsisstyttuna).
 • Delicatessen:  Staðurinn er í Nolita-hverfinu (sem er rétt við SoHo) en þar er sérstaklega gaman að horfa á mjög tískumeðvitað fólk. Því spilla stóru gluggar vetingahússins ekki fyrir. Salötin þeirra eru frábær og hamborgararnir og samlokurnar líta alltof vel út.
 • Empanada Mama: Einn af ódýrustu veitingastöðunum sem ég veit um. Staðurinn er í Hell’s Kitchen og þar er allt troðið af afar misgóðum matsölustöðum. Þeir eru með mikið úrval af allskyns empanadas, undir $3 stykkið.
 • Kittichai: Frekar dýr tælenskur staður (á okkar mælikvarða a.m.k.) sem er rétt hjá Washington Square, í NYU hverfinu. Umhverfið er mjög fallegt og maturinn er framúrskarandi.
 • Momofuku Noodle Bar: Momofuku er með vinsælari stöðum í borginni og eigandi hans, kokkurinn David Cheng, er búinn að opna staði undir Momofukumerkinu víðsvegar á Manhattan. Þessi tiltekni staður er í East Village og tekur ekki við borðpöntunum. Staðurinn er lítill og biðin er stundum löng en þá skemmir ekki fyrir að það er krökkt af börum allt í kring þar sem maður getur sest niður og fengið sér aðeins í tána meðan maður bíður eftir borði. Núðlurnar þarna eru unaðslega góðar og ég get ekki mælt nógu mikið með smábrauði með shiitakesveppum í forrétt.
 • Room Service: Tælenskur veitingastaður í Hell’s Kitchen. Maturinn er fáránlega góður og verðið er nánast hlægilegt fyrir þennan gæðaflokk. Hægt er að fá mat á innan við $7 á mann í hádeginu en á kvöldin er hægt að panta núðlu-, hrísgrjóna- og stirfryrétti á bilinu $8,50 til $11 eftir því hvaða hráefni þú velur í réttinn. Ég mæli sérstaklega með Spicy Thai Basil núðluréttinum þeirra. Þeir eru ekki með vefsíðu en hlekkurinn sýnir matseðilinn.
 • Sapporo:   Sérstaklega vinsæll sem hádegismatarstaður fyrir bankastarfsmennina í Barclay’s Capital (sem er bara hinum megin við götuna). Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir að hérna sé hægt að fá eitt besta ramen í New York. Þegar ég bjó í Japan þá var ramen með uppáhaldsréttunum mínum og ég grét (næstum því!) af heimþrá ofan í núðlusúpuskálina mína.
 • Sharappe: Við römbuðum á þennan vínbar eitt kvöldið eftir frábæra máltíð á Spice Market. Hann er lítill, lágstemmdur með mikið vínúrval. Þeir bjóða líka upp á smárétti en ég hef bara farið þangað til að drekka vín og það hefur aldrei valdið mér vonbrigðum.
 • Spice Market: Það er ekkert slæmt sem ég get sagt um Spice Market. Nema kannski að ég þoli ekki að ég hafi ekki efni á að borða þar reglulega. Staðurinn er mjög vinsæll og því er best að panta borð áður en mætt er á staðinn. Fáið ykkur lúðuna!
 • Sushi Hana: Það eru óteljandi sushiveitingastaðir á Manhattan en Sushi Hana er með besta sushi sem ég hef fengið utan Japans. Þarf að segja meira? Nafnið er vinsælt en staðurinn sem ég tala um er á Upper West Side (83 stræti og Amsterdam).
 • Tortilla Flats: Lítill og subbulegur mexíkóskur staður í Greenwich Village. Matarstærðirnar eru risastórar (einn aðalréttur dugir fyrir tvo) og margaritas on the rocks eru geð-veik-ar. Kannski er ég aðallega ástfangin af þessum stað út af margarítunum en ég fer þaðan södd, sæl, eilítið hífuð og við skemmtum okkur alltaf stórkostlega vel. Við mælum með quesadillunum.
 • Whole Foods: Við erum meira en lítið skotin í Whole Foods. Það er eins og að versla í himnaríki, sérstaklega eftir að hafa farið í martraðakennda leiðangra í níþröngu og flóknu Fairway-búðina þar sem mér leið eins og gamlar konur eltu mig um  til þess eins að keyra mig niður með ömmukerrunum sínum. En Whole Foods er ekki bara fyrir matarinnkaup heldur bjóða þeir líka upp á hlaðborð af allskyns góðgæti. Ef þú ert í New York á góðviðrisdegi og ætlar í Central Park þá mælum við eindregið með því að byrja í Whole Foods í Time Warner byggingunni (við Columbus Circle), kaupa í matarbakka, jafnvel bjór (en biðjið þá um brúna poka því það má ekki drekka á almannafæri) og töltið út í Miðgarð og gerið ykkur góðan (og ódýrari) dag.

Í Brooklyn:

 • Alchemy: Lítill bar og veitingastaður í Park Slope hverfinu í Brooklyn. Mjög góður matur á hóflegu verði. Staðurinn er sérstaklega fallega innréttaður.
 • Ample Hills Creamery:  Frábær ísbúð í Prospect Heights. Þeir búa til ísinn sinn alveg sjálfir og úrvalið af bragðtegundum er yfirþyrmandi en þeir leyfa þér að smakka eins mikið og þú vilt áður en þú tekur ákvörðun. Salted Crack Caramel er í uppáhaldi hjá mér.
 • Bierkraft: Uppáhaldsstaðurinn okkar í Brooklyn! Ótrúlegt úrval af bjór, flottustu samlokurnar í New York og mjög afslappað andrúmsloft. Eru m.a.s. með lítinn bakgarð. Er í Park Slope.
 • Bozu:   Skemmtilegur japanskur veitingastaður í últra-hip hverfinu Williamsburg.
 • Egg: Frábær staður í Williamsburg sem býður upp á dögurð og hádegismat alla daga.
 • Franny’s: Eldbakaðar pítsur í Park Slope hverfinu. Frábær staður sem býður einnig upp á skemmtilega kokkteila, ítalska forrétti og yndislega eftirrétti. Hann er í dýrari kantinum en við mælum eindregið með honum.
 • The General Greene: Heimilislegur og fallegur veitingastaður í yndislega Fort Greene hverfinu. Mjög vinsæll og fær alltaf góða dóma.
 • Hot Bird: Bar í Prospect Heights/Clinton Hill sem er með ágætlega stóran garð þar sem má sötra bjór á sumrin eða ylja sér við varðeld á veturnar. Þeir bjóða líka upp á hamborgara, franskar og samlokur.
 • The Islands:  Pínkulítill og mjög vinsæll karabískur veitingastaður í Prospect Heights/Crown Heights hverfinu. Tvær stórar jamaískar konur ráða eldhúsinu og ef þú ert heppinn þá færðu sæti uppi á háalofti.
 • Milk bar: Eitt uppáhaldskaffihúsið mitt í Prospect Heights. Rekinn af kampakátum Áströlum sem bjóða upp á góðan mat, gott kaffi og hlýlegt umhverfi. Granólað þeirra er alveg ómótstæðilegt á morgnana.
 • Sit and Wonder: Kaffihús á Washington Avenue í Prospect Heights sem við notum mikið þegar við erum að læra. Gott kaffi, gott te og alltof ávanabindandi kleinuhringir. Þeir eru líka með lítinn bakgarð þar sem má sitja á góðviðrisdögum.
 • Sotto Voce: Æðislegur (og því afar vinsæll) bröns staður í hjarta Park Slope. Góð egg, ótakmarkaðar mímósur og fínt kaffi.
 • The Sunburnt Calf: Ástralsk-asískur staður í Prospect Heights hverfinu á líflegu Vanderbilt breiðgötunni. Við höfum bara borðað hádegismat þarna en fengum ljúffeng salöt, æðislega víetnamska samloku og ég hef heyrt að kokkteilarnir þeirra séu mjög góðir.
 • Taro Sushi: Mjög góður sushi staður í Park Slope hverfinu. Ferskasti fiskurinn í Brooklyn.

Fleira:

Adam á Amateur Gourmet er miklu duglegri en við að fara út að borða og hann er með langan lista af veitingahúsagagnrýni á blogginu sínu.
7 athugasemdir Post a comment
 1. Ingibjörg #

  Frábært að fá svona tips ef maður er á leiðinni til NY
  Flott síða hjá þér og girnilegar uppskriftir.
  Kveðja frá vetrarlandinu
  Ingibjörg

  19/03/2012
 2. Sigurbjörg #

  Takk, gaman að sjá þetta og einnig ætla ég að prófa uppskriftirnar. Langar alltaf til NY.

  05/04/2012
 3. Svanur Petursson #

  Mer synist thid bua a svipudu svaedi og eg, tho adeins nordar. Eg myndi einnig maela med Brookvin i Park Slope, sem er a 7th avenue i kringum 11th street. Thar ma fa firnagodar braudsneidar med ahugaverdu aleggi og a besta verdinu i kringum happy hour. Man serstaklega eftir frabaerri sneid med parmaskinku, lauksultu og fennel. 5 dollarar fyrir vaena sneid a happy hour.

  Eg hef einnig tekid eftir thvi ad flestir sem bua naer Atlantic Avenue maera bjorurvalid a Bierkraft en langmesta urvalid er ad finna i matvoruverslun a 5th avenue og 18th street, rett sunnan vid Park Slope proper thar sem er ad finna um 1500 tegundir af bjor. Nylega fann eg meira ad segja Lava bjorinn fra Olvisholti thar, jafnvel tho ad verdid var natturulega langt umfram thad sem eg myndi nokkurn timann borga fyrir islenskan bjor.

  19/04/2012
  • Takk fyrir ábendingarnar! Við erum einmitt norðan við Prospect Park en tölum reglulega um að við þurfum að fara að prófa fleiri staði í South Park Slope. Við fórum einmitt á Brookvin í vetur, sátum úti í lopapeysum en fengum okkur bara vín en ekki með því. Ég þarf að prófa að borða þar. Ég er líka AFAR spennt fyrir þessari bjór-matvörubúð sem þú minnist á og við ætlum að leggja leið okkar þangað sem allra fyrst.

   19/04/2012
   • Svanur Petursson #

    Verslunin getur verid haettuleg thar sem svo mikinn bjor er thar ad finna. Hun er serstaklega haettuleg fyrir mig thar sem eg by um thad bil tvaer minutur fra henni. En ef thid leggid leid ykkar thangad tha heitir stadurinn Eagle Provisions. Og ef thid erud thyrst a tvhi svaedi tha er minn uppahalds bar a svaedinu hinum meginn vid gotuna, South, med frabaeran bakgard like. A thridjudogum, a milli 2 og 9, tha er barthjonninn thar Rosie Schaap sem skrifar Drink, sem er manadarlegur dalkur um kokkteila og slikt i New York Times Magazine. Skemmtiegt svaedi finnst mer, tho eg jati ad Prospect Heights er virkilega fint lika. Godur fotboltabar that.

    19/04/2012
 4. haffah #

  Ertu nokkuð búin að heimsækja Babycakes bakaríið?? Ég er búin að heyra svoldið af því og var forvitin ef það er eins geggjað og fólk talar um?

  12/05/2012
  • Ég hef reyndar ekki prófað Babycakes bakaríið en hef heyrt mjög góða hluti um það og ég veit að það er alltaf þéttsetið.

   07/06/2012

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: