Skip to content

Jarðarberjafrostpinnar

Við erum vel undirbúin fyrir hitann hérna úti. Við eigum ísvél, risastóra viftu sem er á fullu þegar loftkælingin er ekki í gangi og bara um daginn splæsti systir mín í frostpinnamót handa mér. Og ég gæti varla verið ánægðari með það. Það er svo ótrúlega auðvelt að búa til frostpinna og það er svo einstaklega skemmtilegt að búa þá til sjálf úr ferskum ávöxtum og vita að þeir eru ekki pakkaðir óþarfa aukaefnum.

Mér sýnist nú á öllu að veðrið sé álíka sólríkt og yndislegt á Íslandi og ég vona að það sé bara forsmekkurinn að góðu sumri. Enda kem ég heim eftir mánuð og mig langar sko ekki til að lenda í því aftur að upplifa 30 stiga hitabreytingu. Fyrst að veðrið leikur svo við okkur öll þá langar mig til að benda ykkur á nokkrar frískandi og sumarlegar uppskriftir sem við Elmar höldum mikið upp á.

Engiferöl, ískaffi, læmónaðiSorbetar (t.d. mangó, jarðarberja, rabarbara).

Má ég líka stinga upp á sumarpartýi undir berum himni með mexíkósku þema: Guacamole, carnitas og quesadillur. Með bjórgarítum? Ég er viss um að það geti ekki klikkað.

Jarðarberjafrostpinnar

  • 400 g jarðarber, skorin í tvennt
  • 1 dl hunang eða agave sýróp
  • 2 dl vatn
  • 4 msk ferskur sítrónusafi

Aðferð:

Setjið hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið. Hellið maukinu í frostpinnamót og setjið inn í frysti. Frystið í a.m.k. 4 klukkutíma.

Gerir 6 stóra frostpinna 

No comments yet

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: