Skip to content

Amerískar pönnukökur með berjum og hlynsírópi

Litla systir Elmars er hjá okkur í Brooklyn núna. Í tilefni þess að vera komin með gest til að flækjast um Brooklyn með ákváðum við að fara saman á Coney Island. Við löbbuðum meðfram strandlengjunni, horfðum á fólk, fórum á sædýrasafn og skoðuðum fræga skemmtigarðinn Luna Park. Það var frábært að komast nær sjónum því veðrið hefur verið rakt og heitt undanfarna daga og því var hafgolan meira en kærkomin. Hér eru nokkrar myndir frá deginum:

Þar sem hún er fyrsti gestur okkar í nýrri íbúð þá vildi ég nýta tækifærið og gefa henni eitthvað sérstaklega amerískt að borða á laugardagsmorgni. Það er fátt sem er meira við hæfi á letilegum helgarmorgnum heldur en amerískar pönnukökur með hlynsírópi og ferskum berjum. Ég hef prófað ýmsar pönnukökuuppskriftir á síðustu tveimur árum (sumar sem eiga eftir að rata á vefinn) og þær eru eins misjafnar og þær eru margar. Ég er samt sérstaklega hrifin af þessari því hún notar ,buttermilk’ (mjólkurvara álík súrmjólk en ekki eins þykk) og er ekki smekkfull af sykri. 

Amerískar pönnukökur með berjum og hlynsírópi

Amerískar pönnukökur:

(Uppskrift frá Joy the Baker)

 • 1 bolli (235 ml) ,buttermilk’* [einnig er hægt að nota súrmjólk eða AB mjólk]
 • 2 stór egg
 • 2 msk grænmetisolía
 • 115 g smjör, bráðið og látið kólna
 • 180 g hveiti
 • 4 tsk lyftiduft
 • 4 tsk ljós púðursykur
 • 1/2 tsk salt

[*Til að búa til þína eigin ,buttermilk’ setjið 1 msk af sítrónusafa út í bollamál og fyllið af mjólk upp í 1 bolla. Hrærið saman og leyfið að standa í 2 mínútur. Mjólkin mun mynda litla kekki en það er eðlilegt.]

Aðferð:

Hrærið saman mjólk, eggjum og olíu. Hærið svo smjörinu saman við.

Hrærið saman hveiti, lyftidufti, sykri og salti í meðalstórri skál. Hærið síðan eggjablöndunni saman við þar til allt hefur blandast saman.

Leyfið að standa í 10 mínútur.

Hitið pönnu yfir meðalháum hita og smyrjið hana með olíu. Hellið 1/4 bolla af deigi á pönnuna og steikið þrjár pönnukökur í einu (eða fleiri eftir því sem pönnustærð leyfir). Eldið þar til toppurinn á pönnukökunni fer að búbbla og hliðarnar hafa dregist svolítið saman, ca. 2 mínútur. Snúið pönnukökunni við og steikið á hinni hliðinni þar til botninn fer að brúnast, ca. 1 mínúta til viðbótar. Lækkið hitann ef að pönnukökurnar brúnast of hratt.

Berið strax fram með berjum (uppskrift að neðan) og hlynsírópi.

Ber:

 • 170 g hindber (eða jarðaber eða bláber eða blanda af berjum)
 • 2 tsk sítrónusafi, ferskur
 • 1 msk sykur

Aðferð:

Kreistið sítrónusafa yfir berin og sáldrið sykri yfir. Blandið öllu saman og leyfið að standa í 15-20 mínútur.

10 athugasemdir Post a comment
 1. Takk fyrir mig!

  10/09/2011
 2. Harpa Gylfa #

  Á eftir að prófa þessa uppskrift :)

  10/09/2011
 3. Ásgerður #

  Mmmm girnilegt… :)

  Ég hef notað í uppskriftir edik til þess að búa til buttermilk, er það verra en að nota sítrónusafa?

  11/09/2011
  • Ég hef alltaf notað sítrónusafa en ég hef séð að fólk notar edik út í mjólk líka. Ég held að það sé örugglega ekki verra :)

   11/09/2011
 4. Inga Þórey #

  buttermilk er líka bara eins og súrmjólk þannig að ég hef fengið sama árangur með súrmjólk/ab mjólk/jógúrti :-)

  11/09/2011
 5. Sveinbjörn #

  Jæja, vinkona, hvenær á svo að læra að elda risarækjur ala Sveinbjörn?

  13/09/2011
  • Viltu ekki bara stökkva hingað yfir og elda þær handa mér? ;)

   15/09/2011
 6. Hey frábært, ætla að prófa þessa uppskrift.
  Kveðja frá Vermont.
  Gyða.

  14/09/2011

Trackbacks & Pingbacks

 1. Sítrus-smjörkex með timíani | Eldað í Vesturheimi
 2. Tacos með kjúklingi og salsa fresca | Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: