Bjórgaríta
Það er orðið alltof langt síðan ég lofaði vinkonu minni (hæ Guðný!) að setja uppskrift að bjórgarítum inn á vefsíðuna mína.
Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki alveg hvað ég átti að halda þegar ég heyrði um þennan drykk fyrst. Tekíla og bjór? En svo fór ég að hugsa. Tekíla og bjór! Kannski er það hreint ekki svo galið. Þannig að ég sullaði tekíla, límónum og bjór saman og varð hreint steinhissa, því þetta er alveg merkilega gott og hættulega svalandi. Þetta er drykkur sem á að blanda í stórri könnu og deila með nokkrum vinum á sólríkum eftirmiðdegi. Með heitum nachosflögum og sterkri salsasósu. Er ég að ná að selja ykkur þetta?
Ég hefði reyndar viljað nota ljósari bjór en Corona var uppseldur í kjörbúðinni minni og ég gat ekki fengið af mér að kaupa Budweiser eða Coors Light (það sem hefði verið afgangs af því sulli hefði líka aldrei verið drukkið á þessum bæ ). Ég hugsa því að bragðminni bjór en sá sem ég notaði (Yuengling) kæmi betur út. Ég reif líka smá límónubörk til að fá meira límónubragð en það var í raun algjör óþarfi og því fylgir það ekki í uppskriftinni.
Bjórgaríta
(Breytt uppskrift frá Elise’s Kitchen)
- 3 flöskur mexíkóskur bjór, t.d. Corona
- 350 ml tekíla
- Safi úr 4 límónum
- 3 msk sykursýróp*
- Ísmolar
Aðferð:
Setjið öll hráefni saman í stóra könnu og blandið vel saman. Smakkið til – kannski viljið þið hafa drykkinn ögn sætari eða súrari. Hellið í glös og njótið meðan drykkurinn er kaldur.
[*Ég bý alltaf til mitt eigið sykursýróp og geymi inni í ísskáp í krukku. Setjið 1 bolla af sykri og 1 bolla af vatni í pott og náið upp suðu. Hærið til að leysa upp sykurinn. Slökkvið undir og leyfið að kólna. Setjið í krukku og geymið inni í ísskáp.]
BEERGARITAS ERU OSOM!!
ég ætla að GIFTAST ÞÉR ! !
GIFTAST!!!
„Ég bý alltaf til mitt eigið sykursýróp og geymi inni í ísskáp í kukku“.
Gætirðu verið meiri kvenkostur?
Stundum get ég verið svo fullorðins ;)
Þetta virkar girnilegt :) Rosalega ertu öflug að elda og blogga kona! Væri til í að koma í heimsókn til þín fljótlega ;)
Takk! Ég er að njóta síðustu dagana í mínu eigin eldhúsi.
Og þú ert ALLTAF velkomin í heimsókn Salsa mín!
Þú gerir þér grein fyrir því að hver einasta færsla með girnilegum ómótstæðilegum réttum/drykkjum og smekklegar myndir sem sýna borgarlandslagið í bakgrunni, öskulaust og ofar frostmarki, lengir vist þína í vítiseldinum um heila mínútu?
Áhættan er þess virði…
Annars er ég mest hrædd um að ég komist ekki heim í næstu viku! Getið þið ekki troðið tappa í þennan blessaða gíg?
Ég myndi ekki hafa áhyggjur. Mamma mín og systir eru að fljúga heim frá Amsterdam og London as we speak. Hugsanlega er þetta samt e-ð öðruvísi í USA.