Skip to content

Sterlingstél

Við erum búin að skemmta okkur konunglega síðustu daga með litlu systur minni í glampandi sólskini og hita. Við erum búin að borða á okkur gat, móka í garðinum og gægjast í sum skemmtilegustu hverfi Brooklyn. Það er svo gaman að fá gesti að heiman – sérstaklega þá sem verða jafn yfir sig hrifnir af hverfinu okkar og við.

Þó að ég megi ekki snerta áfengi þessa dagana þá þýðir það ekki að Vesturheimseldhúsið sé uppiskroppa með hráefni í hanastél og mér finnst (svona næstum því) jafn gaman að blanda þau þrátt fyrir ,ástandið’. Við höfum búið til nokkra stórgóða kokteila hérna úti – t.d. bjórgarítu og mojito – og Embla og Elmar ábyrgjast að þessi sé reglulega góður. Hann er ekki yfirþyrmandi – ekki of sætur, ekki of áfengur (þó það megi alltaf bæta meira gini í drykkinn fyrir þá sem vilja mjög áfenga drykki) – og jarðarberin og basilíkan eru skemmtileg bragðblanda.

Sterlingstél

  • 5 jarðarber, skorin í tvennt
  • 5 basilíkulauf
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • safi úr 1/2 límónu
  • 3 msk gin
  • 1 msk sykursýróp*
  • sódavatn
  • klakar

[*Búið til sykursýróp með því að sjóða saman 1 dl af vatni og 1 dl af sykri, leyfið að kólna alveg og geymið í krukku inni í ísskáp.]

Aðferð:

Setjið jarðarberin í glas og rífið basilíkuna yfir, merjið með steytli, eða öðru flötu áhaldi. Kreistið safa úr hálfri sítrónu og hálfri límónu yfir. Bætið gini og sykursýrópi saman við. Setjið klaka út í glasið og hellið sódavatni yfir.

Gerir 1 glas 

Prenta uppskrift

2 athugasemdir Post a comment
  1. Inga Þórey #

    Hljómar yndislegt!

    22/05/2012

Trackbacks & Pingbacks

  1. Nú árið er liðið í aldanna skaut | Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: