Skip to content

Brauð með reyktum laxi, avókadómauki og eggjahræru

Sólin skein í Bergen í gær í fyrsta skipti í marga daga. Ég er ekki alveg viss um hvernig þetta rigningarveður á við mig því að ég er ekki með nógu góða skó og ef það er eitthvað sem mér er virkilega verulega einstaklega illa við þá er það að vera blaut í fæturna. Ég er sjaldan eins dauf í dálkinn og þegar ég finn fyrir skvampi í skónum og rennandi blautum sokkum. Þetta endalausa votviðri gerir það samt að verkum að ég verð eins og barn á jólunum þegar sólin gægist fram, jörðin hlýnar og ég get legið í grasinu í pilsi og stuttermabol. Það er engin önnur árstíð sem kemst nálægt því að skipa þann heiðursess sem sumarið hefur í hjarta mínu (þrátt fyrir alla rigninguna).

Við áttum afgang af reyktum laxi frá laxa- og kartöflusalatinu deginum áður. Ég ákvað því að búa til smørrebrød með avókadómauki og eggjum. Þetta var mjög góður hádegismatur og hráefnin þrjú passa mjög vel saman. Svo eru litirnir líka svo fallegir – allt mjög lekkert. Ég átti afgang af crème fraîchesósu frá því deginum áður en það má auðvitað sleppa sósunni og mala ferskan pipar yfir allt saman.

Brauð með reyktum laxi, avókadómauki og eggjahræru

(Frá Bon Appetit)

  • 4 sneiðar gróft brauð
  • Ólívuolía
  • 2 avókadó
  • Sjávarsalt
  • 1 límóna
  • 3 egg
  • Reyktur lax, sneiddur
  • Ferskur malaður pipar

Aðferð:

Burstið brauðið með smá ólívuolíu og ristið það á steikarpönnu eða setjið á grillið.

Stappið avókadóana, kreistið límónusafa yfir og saltið smá. Blandið öllu vel saman og smakkið til.

Hrærið eggin með smá salti og steikið á steikarpönnu þar til þau hafa eldast.

Smyrjið avókadómaukinu yfir brauðsneið, dreifið eggjahræru yfir og toppið með einni eða tveimur sneiðum af reyktum laxi. Malið svört piparkorn yfir allt og berið fram. [Ég notaði afgang af crème fraiche sósunni frá því deginum áður.]

3 athugasemdir Post a comment
  1. Cressida Gaukroger #

    Yum, yum, yum! If only I could understand Icelandic enough to know which is the ‘subscribe’ button. (Not that I don’t come here all the time anyway.)

    03/07/2011
  2. Sóla #

    nyomm nyomm :) Finnst bloggið þitt skemmtilegast í heimi! Vonandi hefurðu það fínt.
    xx

    11/07/2011
    • Takk! Ég er rosa glöð að þér finnist gaman að skoða það :)

      16/07/2011

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: