Skip to content

Ofnbakaðir kartöflubátar með parmesan og steinselju

Frænka Elmars er enn eitt dæmið um hvað við eigum góða að. Hún og hennar fjölskylda eiga bústað og land þar sem þau rækta alls kyns grænmeti. Við höfum notið uppskeru þeirra nokkrum sinnum og pössum alltaf að elda bara það besta úr pokunum sem þau hafa fært okkur.

Þegar við fengum poka af kartöflum úr sveitinni þá ákváðum við að ofnbaka þær og hafa með kræklingum. Við Elmar erum mjög gefin fyrir kræklinga (sjá t.d. hér og hér) og þegar við viljum gera vel við okkur þá skellum við hóflegum skammti í pott og höfum annað hvort baguette eða kartöflur með. Við urðum fyrir þó nokkrum vonbrigðum þegar við fengum okkur kræklinga á ónefndum matsölustað í borginni og fengum picnic (já, úr gulu dósunum) ,kartöflu’strá með bláskelinni. Kannski er ég bara orðin svona snobbuð en ég mæli eindregið með því að sleppa picnic og baka þennan kartöflurétt til að hafa með næstum því öllu sem ykkur dettur í hug. Ég elda hann reglulega og hann fær alltaf góða dóma hjá þeim sem smakka hann. Það þýðir samt að ég styðst ekki við nákvæm hlutföll og uppskriftin er eftir því.

Ofnbakaðir kartöflubátar með parmesanosti og steinselju

 • litlar kartöflur, skornar í báta
 • salt og pipar
 • jómfrúarolía
 • parmesanostur
 • fersk steinseljulauf, söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Veltið kartöflubátunum uppúr salti, pipar og vænum slurki af jómfrúarolíu. Látið liggja í einu lagi á ofnplötu eða í eldföstu móti.

Bakið inni í ofni þar til kartöflurnar hafa eldast í gegn og eru farnar að gyllast (ca. 20 – 25 mínútur).

Rífið parmesanost yfir kartöflurnar strax og þær koma út úr ofninum og sáldrið steinselju yfir.

Berið fram með nokkurn veginn hverju sem er.

2 athugasemdir Post a comment
 1. Nei – Picnic??? Líst vel á þessar kartöflur hjá þér en mér finnst heimalagaðar franskar alltaf voða góðar líka með kræklingum :)

  10/10/2013
 2. Inga Hlín #

  Ég elska sko krækling og ætla jafnvel að panta mér krækling á veitingastað í bráð. Viltu plís segja á hvaða veitingastað þú fékkst picnic, svo ég geti sneitt hjá kræklingnum á þeim matseðli. Plísplísplís!

  01/11/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: