Skip to content

Brooklyn

,,Jæja, við erum ekki í Brooklyn lengur,“ hugsaði ég þegar ég labbaði í strætó þriðjudagsmorguninn. Jörðin var þakin snjó og ennþá dimmt úti. Haustið er langt, litríkt og hlýtt úti í New York og það örlaði á smá söknuði hjá mér. En svo, eins og gerist oft þegar ég fyllist slíkri nostalgíu, man ég eftir músunum, þrengslunum og látunum. Ég andaði að mér fersku loftinu, hlustaði á fuglana syngja af ákafa í reynitrjánum og mundi hvað mér finnst í raun yndislegt að vera komin aftur heim í Vesturbæinn.

Í gamla hverfinu okkar leynist ítalskur veitingastaður – Franny’s (sem ég hef bloggað um áður, sjá hér). Staðurinn er ekki bara frægur fyrir afbragðs ítalskan mat heldur einnig fyrir skemmtilegt og framúrstefnulegt drykkjarval. Drykkirnir eru oft árstíðabundnir og nota hráefni sem eru við hæfi hverju sinni. Einn frægasti drykkurinn þeirra er þeirra túlkun á hanastélinu Brooklyn. Ég varð því mjög glöð þegar ég fann uppskriftina að honum í fallegu matreiðslubókinni þeirra og var fljót til að blanda hann þegar við fengum helgarpössun um daginn. Hann er eilítið súr, eilítið sætur og blandaður með uppáhaldsáfenginu mínu – bourboni. Fullkominn haustdrykkur til að skála með ykkar uppáhalds.

(Í þessum dansi hausts og veturs má ég til með að mæla með Heitum Teit, sem er allra meina bót þegar kvefpestir fara að skjóta upp sínum ljóta kolli.)

Brooklyn

(Uppskrift frá Franny’s)

  • 3 msk bourbon
  • 1.5 msk sætur vermouth
  • 2 msk ferskur sítrónusafi
  • 1/2 msk sykursíróp

Aðferð:

Hálf-fyllið hristara af ísmolum. Hellið öllum hráefnunum út í og hristið vel. Hellið í gegnum síu ofan í kælt glas.

2 athugasemdir Post a comment
  1. Helgarpössun!!! gerist slík undur þegar maður flytur aftur heim? -erla

    18/10/2013
    • Já! Og það er alveg jafn yndislegt og það hljómar.

      18/10/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: