Skip to content

Agave margaríta

Þegar ég var orðin nokkuð viss um að búið væri að loka öllum glufum inn í íbúðina birtist önnur mús. Ég er orðin mjög þreytt á þessu ástandi og hef nokkrum sinnum verið komin á fremsta hlunn við að pakka öllu dótinu okkar og flýja heim til Íslands. En svo man ég að það er snjór og frost heima, við erum ekki búin að fá íbúð og sólin skín skært í Brooklyn. Því sit ég sem fastast. Það styttist í voruppskeruna á markaðinum og ég er með langan lista af uppskriftum sem ég ætlaði að elda. Ég bít tönnum saman, bíð eftir að verktakinn komi og troði glerbrotum og steinsteypu í glufurnar og reyni mitt besta að halda mínu striki.

Hræðsla mín við mýsnar fer óendanlega mikið í taugarnar á mér. En þegar taugarnar eru útþandar og ég orðin þreytt þá finnst mér gott að fá mér einn sterkan drykk til að róa mig niður. Það virkar líka prýðisvel í mínu tilfelli. Í tilefni þess að cinco de mayo er á næsta leiti þá prófaði ég að blanda þessa einföldu og ljúffengu margarítu. Ég er löngu búin að gefast upp á alltof sætum frosnum margarítum í risaglasi – eins og ég var nú hrifin af þeim í den. Núna finnast mér þær langbestar hristar eða hrærðar, ýmist í fallegu glasi eða bara lítilli krukku. Þessi uppskrift sleppir því að nota triple sec en notar í staðinn ljóst agave síróp – sem er snilld því tekíla er einmitt unnið úr agaveplöntunni. Súr, eilítið sæt, köld og áfeng margaríta.

Agave margaríta

(Uppskrift frá Bon Appétit, maí 2012)

 • sjávarsalt
 • 2 skífur eða bátar af límónu
 • 1/4 bolli tekíla (blanco)
 • 2 msk agave síróp
 • 2 msk límónusafi (helst úr nýkreistum límónum)

Aðferð:

Setjið sjávarsalt á lítinn disk og breiðið vel úr. Notið aðra límónusneiðina til að bleyta hálfan glasbarminn og dýfið glasinu ofan á saltið.

Setjið tekíla, agave síróp og límónusafa í hristara ásamt klökum. Hristið vel. Hellið í glasið í gegnum síu. Skreytið með límónuskífu.

Gerir 1 drykk

9 athugasemdir Post a comment
 1. Æ ég finn svo til með ykkur í þessu músaveseni. Alveg agalegt að lenda í þessu! Ég vona að þetta komist í lag fljótlega, en á meðan finnst mér mjög góð hugmynd að blanda sér sterkan drykk.

  03/05/2013
 2. Áslaug #

  Úff ég gæti ekki ímyndað mér neitt verra en mýs inná heimilinu, þú ert hetja í mínum augum að vera ekki flúin! Svo ánægð að þú sért samt að gefa þér tíma til að blogga því þú ert uppáhalds bloggarinn minn :)

  03/05/2013
  • Takk fyrir það Áslaug :) Það gleður mig afskaplega mikið að heyra!

   03/05/2013
 3. Inga Þórey #

  Mmm mjög freistandi föstudagsfærlsa! Verst að eiga ekki tekíla.

  03/05/2013
 4. Þetta er nú aldeilis eitthvað fyrir mig enda gæti ég drukkið margarítu á hverjum degi! Mikið óskaplega er þetta músamál annars leiðinlegt, vonandi leysist það sem allra fyrst.

  03/05/2013

Trackbacks & Pingbacks

 1. Vikulok | Eldað í Vesturheimi
 2. Tacos með kjúklingi og salsa fresca | Eldað í Vesturheimi
 3. Gúrkutíð | Eldað í Vesturheimi
 4. Brooklyn | Eldað í Vesturbænum

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: