Skip to content

Epla- og engifersorbet

Gleðileg jól!

Hátíðin var stórkostlega notaleg hjá okkur hjónunum og við gerðum vel við okkur með fínum kjötrétti (uppskrift síðar), ostum, rauðvíni og þessum heimalagaða ís. Mér fannst eitthvað svo tilvalið að búa til ís úr hráefni sem ég tengi við jólin – engifer og rauð epli. Ég var búin að einsetja mér að nota ísvélina svo mikið í ár að Elmari gæfist ekki færi á að benda mér á hversu mikil sóun á eldhúsplássi hún væri. Því miður hef ég ekki verið eins iðin við kolann og ég ætlaði mér en því ætla ég að ráða bót á á nýju ári, enda er heimalagaður ís alveg frábært matarfyrirbæri.

Ég dró fram ísbiblíuna mína og fletti þar til ég fann uppskrift sem mér fannst tilvalin. Reyndar blandaði ég saman tveimur uppskriftum þar sem ég átti eina flösku af áfengislausum eplasíder inni í ísskáp og hreinlega tímdi ekki að kaupa hvítvínsflösku til að sulla út í blönduna. Ég tók tvo mild pirringsköst út í Lebovitz og fann mig knúna til að breyta örlítið frá uppskrift. Eitt skref uppskriftarinnar er að þrýsta öllu gumsinu í gegnum síu. Sem væri gott og blessað ef ég ætti heilan lager af alls kyns síum en þar sem ég á bara mjög fína síu þá reyndist þetta verkefni einstaklega seinlegt og erfitt. Ég brá því á það ráð að skella öllu í matvinnsluvélina og blanda síðan saman við sídersírópið. Og það kom sko alls ekki að sök og herðar og hendur voru afar þakklátar fyrir vikið.

Sorbetinn er mjög ljós á litinn, silkimjúkur með mildu epla- og engiferbragði. Við hituðum brownies í örbylgjuofninum og bárum ísinn fram með þeim. Ég er mjög hrifin af því að bera fram svona ferskan og léttan eftirmat eftir mikið af þungum og krefjandi mat. Það hreinsar bragðlaukana og þegar eftirrétturinn er svona léttur þá er alltaf aukapláss fyrir meira. Það er gott að hafa í huga að velja alltaf vel þroskaða, vel ilmandi og fallega ávexti í sorbet. Sorbet gerir lítið annað en að magna bragð ávaxtarins og því er best að passa að ávöxturinn bragðist vel áður en hann er nýttur.

Epla- og engifersorbet

(Breytt uppskrift frá David Lebovitz: The Perfect Scoop)

  • 4 stór rauð epli, ca. 1 kg
  • 500 ml síder, helst þurr (brut) með eða án áfengis eða þurrt riesling vín
  • 130 g sykur
  • vatn
  • 15 g bútur af engifer

Aðferð:

Skerið hvert epli í fjóra bita. Skrælið hvern bita þannig að hýðið sé í ágætlega stórum hlutum (þetta gerir manni auðveldara að veiða þá upp úr blöndunni seinna). Kjarnhreinsið og skerið svo niður í 3 sm bita. Kremjið engiferbútinn með flötu hliðinni á stórum hníf eða berjið hann létt með kökukefli.

Hitið sykur og síder í meðalstórum potti yfir meðalháum hita þangað til suðan kemur upp. Hrærið aðeins í pottinum til að hjálpa sykrinum að leysast upp.

Setjið eplabitana, eplahýðið og engiferið í pottinn, lækkið hitann og leyfið að malla með lokinu á í 15 mínútur eða þar til eplin eru orðin mjúk. Slökkvið undir pottinum og leyfið blöndunni að ná stofuhita.

Hellið blöndunni í gegnum grófa síu ofan í stóra skál. Veiðið engiferið og eplahýðið upp úr og hendið. Þrýstið eplunum í gegnum síuna með stórri skeið (ég varð mjög óþolinmóð á þessum tímapunkti og skellti eplunum ásamt smá búta af engiferinu í matvinnsluvélina þar til allt var orðið að mjúku mauki).

Kælið blönduna alveg inn í kæli, helst yfir nótt.

Setjið í ísvélina og frystið samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda.

[Ef þið eigið ekki ísvél þá getið þið sleppt því að kæla blönduna alveg í kæli. Setjið blönduna í lítið form – ég nota brauðformið mitt – og skellið í frystinn. Takið blönduna út eftir hálftíma, hrærið og skrapið vel með gaffli. Endurtakið nokkrum sinnum þar til blandan er frosin. Þetta kemur í veg fyrir að ískristallar myndist og sorbetinn verður mýkri.]

Gerir tæpan 1 lítra

Prenta uppskrift

6 athugasemdir Post a comment
  1. nyom nyom nyom!
    Gleðileg jól til ykkar Nanna mín! :)
    xx

    25/12/2011
  2. Inga Þórey #

    Gleðileg jól!

    26/12/2011
  3. Liam says: You take amazing photos.

    Ég er sammála. Og epla sorbet? Þú drepur mig úr matarást.

    Sakna þín. x

    26/12/2011
    • Thank you Liam!

      Ég á eftir að búa til einhverja margréttaða geðsýki þegar þið komið í heimsókn í vor :)

      26/12/2011
  4. Guðrún Ásta #

    Vá hvað þetta er girnilegt! Nú er ég búin að vera að slefa yfir blogginu þínu í allavega hálftíma, spurning um að fá sér bara eitthvað gott að borða áður en ég drekki lyklaborðinu.

    17/01/2012

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: