Skip to content

Vikulok

Ég ætla að reyna að endurvekja sunnudagsfærslurnar mínar. Ég er komin í þrjóskukast og ætla ekki að leyfa þessum músagangi að trufla rútínu okkar lengur.

Við fórum að skoða kirsuberjatrén í listigarðinum (Brooklyn Botanic Garden) í gær. Þessi garður er stór og einstaklega fallegur. Ég mæli með að fólk geri sér ferð í hann sé það í New York (psst, það er ókeypis inn í hann á milli 10 og 12 á laugardagsmorgnum).

Kannist þið við Sriracha sósuna? Ég veit reyndar ekki hvort hún er seld heima á Íslandi en við eigum alltaf flösku af henni inni í ísskáp. Elmar er forfallinn aðdáandi hennar og getur sett hana út á flestan mat í stórum skömmtum. Ég vissi ekkert um merka sögu framleiðandans, Huy Fong Foods, áður en ég rakst á þessa grein í Los Angeles Times.

Þessi stelpa er farin að skríða og það má ekki líta af henni lengur. Hún er ansi ánægð með sjálfa sig.

Ég hafði gaman af því að lesa þessa færslu á A Sweet Spoonful. Ég finn einmitt fyrir því sjálf að þegar lífið sparkar í rassinn á mér eða þegar ég borða mikið einsömul að ég gæti ekki nógu vel að því að borða góðan næringarríkan mat. Það var ansi oft popp og súkkulaði með rauðvínsglasi í kvöldmatinn hjá mér þegar ég bjó ein.

Af hverju á ég ekki vöfflujárn? Mér er fyrirmunað að skilja það. Ég elska vöfflur en hef aldrei látið verða af því að kaupa járn og þar sem að styttist í brottför get ég engan veginn réttlætt slík útgjöld. Ætli það verði ekki fyrstu kaupin hjá mér þegar ég kem heim. Mig langar nefnilega svo mikið í þessar vöfflur.

Ég vona að þið áttuð góða viku. Ef ekki þá má alltaf blanda sér smá tekíla, hlusta á bossanova og gleyma sér um stund.

3 athugasemdir Post a comment
 1. Auður #

  Hún má nú alveg vera svolítið montin af sér litla yndið! Kannski er hún að reyna að veiða mýs fyrir ykkur …

  07/05/2013
 2. Skemmtileg grein um nýju uppáhalds sósuna! Er nýflutt til USA og þessi sósa er til hjá heimilisfólkinu sem við kærastinn leigjum hjá og við urðum strax hooked á þessari sósu. Ótrúlega góð (best með eggjahræru finnst mér) og við erum nýbúin að senda nokkur stykki heim til vina sem eru hrifin af sterkum mat :)

  07/05/2013
 3. Ég kom einmitt með flösku heim frá New York fyrir svolitlu því ég var ekki viss, en svo fór ég að sjá hana út um allt hér heima.

  Ef þú færð þér vöfflujárn þá mæli ég algjörlega sérstaklega með „belgísku vöfflujárni“. Það er hægt að fá ágætis svoleiðis vöfflujárn hér heima á um 10.000 kall. En Kitchen Aid vöfflujárnið er náttúrulega something else :D

  12/05/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: