Skip to content

Leitin að vöfflunum

Undanfarnar vikur hef ég reynt mig áfram með nokkrar vöffluuppskriftir í þeirri von um að finna hina einu réttu. Mig langaði í vöfflujárn allan þann tíma sem við bjuggum í Bandaríkjunum en hélt aftur af mér í þeim raftækjakaupum. Ég varð því himinlifandi þegar ég komst að því að Elmar ætti klassískt vöfflujárn og ennþá glaðari þegar ég fékk belgískt vöfflujárn í þrítugsafmælisgjöf frá systur minni. Nú skyldi ég sko baka vöfflur um hverja einustu helgi.

photo (7)

Einhvern veginn hélt ég að þetta yrði ekkert svo flókið mál. Ég meina, ég er orðin sérfræðingur í amerískum pönnukökubakstri (sjá hér) og það er nú ekkert svo mikill munur á þessu tvennu. Frá því að við fluttum í Vesturbæinn hef ég bakað vöfflur um hverja helgi. En ég hef orðið fyrir vonbrigðum í hvert einasta skipti.

Þær eru ýmist of þurrar, of bragðlitlar eða of þungar í sér. Mér er því farið að líða eins og Gullinbrá í sögunni um ljóshærðu vandfýsnu stúlkuna og kynni hennar af bjarnafjölskyldu. Vöfflu-nirvana mitt virðist utan seilingar og ég gæti farið að örvænta ef svona heldur lengi áfram. Því hef ég enga uppskrift handa ykkur í þetta skiptið – aðeins smá væl og myndir af allt-í-læ vöfflum sem reyndust ágætar með mjög miklu kanadísku hlynsírópi hellt yfir. Og þar sem mér dettur ekki í hug að bjóða ykkur upp á annað en það allra besta þá bíður vöffluuppskrift betri tíma.

11 athugasemdir Post a comment
  1. Ertu búin að prófa vöfflurnar í Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur?

    05/10/2013
    • Nei, það hef ég ekki gert. Takk fyrir ábendinguna :) Ég kíki á þær við fyrsta tækifæri!

      05/10/2013
      • Þær eru frábærar. Bara alveg eins og á kaffisölu í sveitinni.

        07/10/2013
  2. Embla #

    Ég á frábæra uppskrift að vöfflum en gallinn er að maður þarf maltduft og ég hef ekki fundið þannig á Íslandi en er ekki að leita mjög vel þar sem ég á nú þegar maltduft frá Bandaríkjunum. En ef einhver sér þetta eða veit um stað þar sem hægt er að kaupa maltduft endilega látið mig vita! Ég hef líka lengi verið að gæla við hugmyndina að búa til mína eigin vöfflu uppskrift með espressó dufti.

    05/10/2013
  3. Stífþeyta eggjahvítur, smá sódavatn og slatti sykur og baka i belgíska vöfflujárninu…
    Uppskrift hér…
    http://thehousebythesea.wordpress.com/2012/09/10/belgian-waffles-little-bit-of-snow-and-a-calzone/

    05/10/2013
  4. Nú veit ég ekki mikið um bakstur almennt en man þó að í uppskriftinni að bestu vöfflum sem ég hef smakkað var brætt smjör afar mikilvægt. Gylltar, bragðgóðar, örlítið stökkar en þó mjúkar… namm!

    05/10/2013
  5. björg #

    Ég er alveg þarna með þér, hef prófað margar uppskriftir og verð alltaf fyrir vonbrigðum….læt mig þó hafa það að borða þær ;)

    06/10/2013
  6. Hjörtína Guðmundsdóttir #

    Ég á góða vöffluuppskrift sem ég lærði utanað þegar ég var 10 ára, og er eftirfarandi 5 dl hveiti, 2 tsk lyftiduft, 2-3 egg (ég nota tvö), 5-6 dl mjólk, smásvett vanilludropar, 40 50g smjörlíki brætt (mikilvægt). Þessar verða stökkar en mjúkar að innan, svo er hægt að skilja eggjahvíturnar frá og stífþeyta og blanda síðast í deigið, þannig lærði ég uppskriftina fyrst, en er hætt að gera það, (bara leti, en jafngóðar) Já taktu eftir hér er engin sykur notaður.

    06/10/2013
  7. Ég er svo sammála þér með þessar óspennandi vöfflur. Ég veit ekki hversu oft maður hefur orðið fyrir vöffluvonbrigðum í gegnum tíðina. Ég held að ég sé samt – loksins, búin að finna mína uppáhaldsuppskrift. Þeyttar eggjahvítur, sykur og amaretto komu þar við sögu. Ég hef allavega ekki ennþá smakkað betri. En svo fer þetta auðvitað líka eftir vöffluvæntingum hvers og eins.. ;)

    06/10/2013
  8. Sigurbjörg #

    Hefur þú prófað Belgískar vöfflur Nönnu Rögnvaldar? Þær eru bæði með þurrgeri. Hef ekki prófað þær sjálf en heyrt að þær séu sérstaklega ljúffengar.

    06/10/2013
  9. maría #

    ahhh einmitt, stífþeyttar eggjahvítur eru líka afar mikilvægar, man það núna.

    07/10/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: