Skip to content

Læmónaði

Vorið er farið að gægjast til okkar öðru hvoru á milli kaldra daga. Við höfum fengið nokkra sólríka og ágætlega hlýja daga í vikunni og það gerir mig alveg afskaplega káta og spennta fyrir hlýrri dögum, blómstrandi trjám og kápulausum lífstíl. Ég er komin með leiða á rjúkandi tebollum og ákvað að undirbúa komu vors með límónudrykk. Það má gera ýmislegt til að leika sér með þessa uppskrift og ég hef sett uppástungur við uppskriftina. Ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug eða prófið aðra útfærslu látið mig endilega vita í athugasemdakerfinu. Ég er mjög hrifin af svona súrum og ferskum drykkjum og þá sérstaklega á sólríkum sumardögum.

Ég vildi líka benda ykkur á nýjan flokk hér að ofan – mælieiningar. Ég hef umreiknað helstu mælieiningar sem birtast í bandarískum uppskriftum yfir í íslenskar einingar til að auðvelda ykkur (og mér) lífið.

Læmónaði

 • 1 bolli límónusafi, nýkreistur úr ferskum límónum (ca. 6 límónur)
 • 1/2 bolli sykursíróp (uppskrift neðar)
 • 2 1/2 bollar vatn eða sódavatn

Aðferð:

Blandið öllu vel saman. Smakkið til og bætið við meira sírópi, safa eða vatni eftir smekk.

Berið fram með klaka.

Aðrar uppástungur:

Merjið handfylli af myntu og bætið saman við.

Bætið 1 – 2 msk af rommi eða bourbon eða tekíla út í hvert glas.

Sykursíróp:

Setjið 1 bolla af vatni og 1 bolla af sykri út í pott. Sjóðið saman við meðalháan hita, hrærið til að leysa upp sykurinn. Takið af hita og leyfið að kólna alveg. Geymið í ísskáp.

6 athugasemdir Post a comment
 1. Þorbjörg #

  Mér líst mjög vel á þetta með myntu og rommi!

  23/02/2012
 2. Blanda þetta oft handa sjálfum mér hérna heima. Frekar fyndið að einn allra besti drykkur í heimi er vatn, ferkur læmsafi og sykur.

  29/02/2012
 3. Grétar Amazeen #

  Djöfull verður þetta drukkið í sumar!

  29/02/2012

Trackbacks & Pingbacks

 1. Fusilli með kúrbít og smjöri | Eldað í Vesturheimi
 2. Búsáhöld | Eldað í Vesturheimi
 3. Jarðarberjafrostpinnar | Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: