Skip to content

Fusilli með kúrbít og smjöri

Vorfiðringurinn er farinn að grafa alvarlega undan hæfileika mínum til að einbeita mér að námi. Íbúðin okkar verður bjartari með hverjum deginum, sólin skín í gegnum gardínurnar og allt ryk – hvert einasta rykkorn – sést greinilega. Ég tók því ómeðvitaða ákvörðun um að loka bókinni minni í gær og fara að þrífa íbúðina hátt og lágt. Sem betur fer er íbúðin mjög lítil og nett og því tók þetta ekki of langan tíma. Ég gat m.a.s. setið í síðdegissólinni með læmónaði og dáðst að afreki dagsins.

Ég vildi óska að ég væri eins stórtæk í eldhúsinu. Einhver eldamennskuleti hefur hellst yfir mig og ég hef hvorki viljað hugsa of mikið um hvað eigi að vera í kvöldmatinn né hvort ég nenni að elda það. Ég leita því í gamalkunna og einfalda rétti á meðan ég reyni að finna nýja í bókum og á netinu. Þessa uppskrift fann ég eiginlega fyrir algjöra slysni og rétturinn er einfaldur, ódýr og ófeimin við smjörmagn. Hann er líka ansi gómsætur. Kúrbíturinn er eldaður þar til hann verður afar mjúkur og kúrbítsbragðið kemur vel í gegn í sósunni sem verður til við eldunina. Ég hef samt aðeins breytt frá upprunalegri uppskrift – ég minnkaði smjörmagnið og bæti í staðinn við einni matskeið af jómfrúarolíu.

Fusilli með kúrbít og smjöri

(Breytt uppskrift frá Rachel Eats)

  • 350 g kúrbítur (ca. 2 kúrbítar)
  • 3 msk jómfrúarolía
  • 2 hvítlauksrif, afhýdd og kramin
  • 50 g smjör
  • 1 tsk chiliflögur
  • 420 g fusilli (eða annars konar pasta)
  • 50 g parmesanostur, rifinn

Aðferð:

Skerið zucchini niður í 1 sm þykkar sneiðar.

Hitið ólívuolíu á stórri steikarpönnu yfir meðalháum hita. Bætið hvítlauksrifunum út á pönnuna og leyfið hvítlauknum að mýkjast.  Raðið kúrbítssneiðunum á pönnuna þannig að þær liggja í einu lagi (ekki stafla þeim ofan á hvor aðra). Saltið með sjávarsalti og kryddið með chiliflögum og leyfið kúrbítnum að  gyllast. Hrærið af og til.

Þegar zucchinið fer að gyllast má setja helminginn af smjörinu út á pönnuna. Haldið áfram að elda kúrbítinn og bætið smá vatni út á pönnuna ef það festist við botninn. Hrærið af og til og eldið þar til kúrbíturinn er orðinn mjúkur og fer að losna í sundur. Þetta tekur ca. 15 mínútur.

Takið af hitanum og hrærið restinni af smjörinu saman við.

Sjóðið pastað á meðan kúrbíturinn eldast. Geymið smá af vatninu þegar því er hellt frá pastanu.

Bætið pastanu saman við kúrbítinn og hrærið vel saman. Bætið smá pastavatni saman við ef sósan virðist þurr.

Berið fram með parmesanosti, chiliflögum og möluðum pipar.

Fyrir 3- 4

Prenta uppskrift

2 athugasemdir Post a comment
  1. Mér líst vel á þetta! Hafði aldrei séð pasta með smjöri áður en ég flutti til Frakklands en hér tíðkast það – bara SMJÖR :) Hinsvegar á ég erfitt með að finna chili-flögur hérna.

    Annars er ég alveg í sama pakka með eldamennskuletina þessa dagana – er ekki einu sinni búin að ákveða páskamatseðilinn :S

    06/04/2012
    • Upprunalega uppskriftin notar reyndar ekki chiliflögur, mér fannst bara vanta smá hita til að vega upp á móti öllu smjörinu og hvítlauknum. Annars gæti kannski verið sniðugt að saxa niður hálft chilialdin og hita á pönnunni með hvítlauknum :)

      Og páskamaturinn! Við ætlum að mæta í vinaboð með þennan rétt um helgina:

      http://www.jamieoliver.com/recipes/vegetarian-recipes/crispy-delicious-asparagus-potat

      Ég ætla að svindla og nota aspas þó að hann sé ekki ennþá sprottinn upp hérna í New York fylki.

      06/04/2012

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: