Negroni
Eftir nokkur kvöld af smakki og sötri hef ég tekið Negroni í sátt. Þetta er svolítið krefjandi drykkur – bitur, margslunginn og skarpur, en mér finnst hann fullkominn eftir stóra máltíð til að fríska upp á bragðlaukana. Fyrir þau okkar sem eru ekki óð í Campari þá rennur hann kannski ekki mjög ljúflega niður fyrst en eitthvað við hann hvetur mann til að taka annan sopa. Það er reyndar sökum einskærrar þrjósku í mér að ég vildi læra að drekka og meta þennan ítalska drykk og ég verð að segja að þetta gæti verið uppáhaldsdrykkurinn minn núna.
Venjulega er hann blandaður í jöfnum hlutföllum – einn partur gin, einn partur Campari og einn partur sætur vermút – en ég hef komist að því að mér finnst hann bestur með aðeins meira af vermút og drukkinn ískaldur. Sumir drekka hann með prosecco (ítölsku freyðivíni) í staðinn fyrir gin eða setja bourbon í staðinn fyrir gin fyrir haustlegri drykk. Nú væri bara gaman að hafa aðgang að svölum og hlýju veðri til að fullkomna hughrifin. Ég set hefðbundnu uppskriftina inn hér að neðan en hvet ykkur til að smakka ykkur áfram og finna þau hlutföll sem henta ykkur.
Tónlist með: My baby just cares for me – Nine Simone