Skip to content

Kaffi- og súkkulaðihristingur

Ég hef það eiginlega syndsamlega gott þessa dagana – þrátt fyrir útstæða bumbu sem hýsir lítið diskókríli sem skiptist á því að hiksta, sprikla og hnoðast. Ég byrja daginn á því að setjast út á pall með morgunmat, te og blað áður en ég tek lærdómstörn í gamla bjarta herberginu mínu og eyði svo eftirmiðdeginum í skemmtilegheit á kaffihúsum miðborgarinnar. Það er mjög gott að vera komin út úr þéttpakkaðri borg í víðáttuna og ég fæ ekki nóg af því að dást að himninum sem fær að teygja endalaust úr sér.

Þessi mjólkurhristingur er ofureinfaldur, mjög bragðgóður og á einstaklega vel við í þessu fallega sumarveðri. Það þarf samt að passa að kaupa ís með miklu súkkulaðibragði eða bæta við súkkulaðispæni (eða jafnvel kakódufti) til að hristingurinn verði ekki of bragðdaufur. Passið líka að hella upp á rótsterkt kaffi fyrir ísmolana svo að kaffibragðið spili ekki bara útvatnað aukahlutverk.

Kaffi- og súkkulaðihristingur

(Uppskrift frá A Beautiful Mess)

  • 4 kaffiísmolar*
  • 2 kúlur súkkulaðiís
  • 1 handfylli súkkulaðibitar (eða saxað súkkulaði)
  • 1/3 bolli mjólk
[*Hellið upp á mjög sterkt kaffi og leyfið að kólna. Hellið í klakabox og frystið alveg.]

Aðferð:

Setjið allt saman í blandara. Hellið í glas. Skreytið með þeyttum rjóma og kakódufti ef þið viljið.

1 skammtur

No comments yet

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: