Skip to content

Jólagjafahugmynd #3: Ristaðar chílehnetur með rósmaríni

Ég er svolítið sein með þessa færslu því ég er búin að liggja í flensu í óralangan tíma. Ég reif mig framúr rúminu síðasta fimmtudag og skellti í mig einu staupi af bourbon til að hafa orku til að elda þakkargjörðarmat með Elmari og mæta með réttina okkar þrjá í mjög skemmtilegt matarboð (meira um það seinna). En, eins og ég hefði átt að gera mér fyllilega ljóst, sló mér niður aftur og ég flakkaði á milli sófans og rúmsins í allan gærdag. Og mikið afskaplega er það óendanlega leiðinlegt.

Þessi uppskrift er virkilega einföld og fljótlega gerð. Hún ætti því að vera sniðug fyrir þá sem eiga eftir einhverjar jólagjafir á Þorláksmessu og hreinlega geta ekki hugsað sér að ramba á milli búða til að finna eitthvað. Hneturnar eru líka ljómandi ljúffengar, góðar með jólabjór og sérstaklega hentugt partísnakk. Íbúðin okkar ilmar eins og rósmarín og ristaðar hnetur núna og mig er farið að klæja í fingurna að fá að hengja upp það litla jólaskraut sem við eigum.

Ristaðar chílehnetur með rósmaríni

(Uppskrift frá Gourmande in the kitchen)

  • 5 bollar [700 g] blandaðar hentur, ósaltaðar og óristaðar
  • 1/4 bolli ólívuolía
  • 1/4 bolli ferskt rósmarín, fínsaxað
  • 4 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk cayennepipar
  • 1/4 tsk chíleflögur

Aferð:

Hitið ofninn í 180C/350F. Setjið grindina í miðjan ofninn. Setjið bökunarpappír á ofnplötu.

Setjið öll hráfenin í stóra skál og veltið til að blanda öllu vel saman. Hellið hnetunum á ofnplötuna og dreifið úr þeim svo að þær séu í einu lagi. Bakið þar til hneturnar eru ljósbrúnar og ristaðar, í 10 til 15 mínútur.

Leyfið að kólna og berið fram.

Geymið í loftþéttum umbúðum við stofuhita.

Prenta uppskrift

6 athugasemdir Post a comment
  1. Omm nomm nomm hvað þetta er girnilegt :) Hvernig pakkarðu þeim til gjafa ?
    Er það eitthvað rugl í mér eða vantar hugmynd #2 ? ;)

    26/11/2011
  2. Takk! Ég setti hneturnar í krukku og batt slaufu utan um krukkuna. Sjá hér: http://instagr.am/p/WDDWH/

    Ég bjó til granóla síðast. Hérna er jólagjafahugmynd #2: https://eldadivesturheimi.com/2011/11/17/jolagjafahugmynd-2-granola-med-sukkuladibitum/

    Takk fyrir að lesa :)

    26/11/2011
  3. Takk kærlega :) Það er gaman að fylgjast með :)

    27/11/2011
  4. Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir #

    Takk f. bloggið þitt, geggjaðar uppskriftir og svo mikil notalegheit yfir þér – lifi mig inn í þetta allt saman. Svo er til sóma að þú vitnar í það sem þú styðst við og gefur meira að segja upp skemmtilega linka. Einu sinni sá ég íslenska konu gefa upp frægustu uppskrift Silver palate „chicken marbella “ sem sína eigin uppfinningu,þá varð mér allri lokið. Gleðilegt ár og vonandi njótið þið ykkar í New York, ein að mínum uppáhaldsborgum (kannski eftir París sorry).
    Með snjókveðjum, Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir

    11/01/2012
    • Takk kærlega fyrir falleg orð Sigríður!

      10/02/2012

Trackbacks & Pingbacks

  1. Stökkar kryddaðar kíkertur | Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: