Skip to content

Frittata með ricotta og kryddjurtum

Mér varð að ósk minni á fimmtudaginn. Við vorum boðin í Þakkargjörðarmat hjá vinum okkar í hverfinu en þau voru að þreyta frumraun sína í að elda heilan kalkún og með því. Maturinn tókst svona ljómandi vel og við eyddum nokkrum klukkutímum í að borða í rólegheitunum. Ég bjó til salat og skonsur en gerðist svo djörf að kaupa graskersböku á markaðnum í staðinn fyrir að baka hana sjálf (þessi litli tímaþjófur gerði það ómögulegt). Ég hafði aldrei áður smakkað graskersböku og verð að viðurkenna, þar sem ég hafði mínar efasemdir, að hún er alveg ljómandi góð. Kannski ég taki mig til og galdra fram eina slíka að ári.

Við fengum vini okkar í heimsókn í hádeginu og ég ákvað að finna eitthvað fljótlegt og létt til að gefa þeim. Ég hafði keypt lífræn egg, ilmandi blaðlauk og ricottaost úr geitamjólk á markaðinum um morguninn og þessi fallegu hráefni rötuðu í þennan stórgóða eggjarétt. Frittata er ítölsk tegund af ommelettu og er töluvert auðveldari en hin klassíska franska (sem krefst smá tækni og æfingar – sjá hér). Frábær og fyrirhafnarlítill hádegisréttur.

Frittata með ricotta og kryddjurtum

(Breytt uppskrift frá Joy the Baker)

  • 3 msk ólívuolía
  • 1 meðalstór laukur (eða nokkrir stilkar af blaðlauk), skorinn í þunnar sneiðar
  • 8 stór egg
  • 1/2 bolli rjómi eða nýmjólk
  • 1 msk rósmarín, saxað
  • 2 msk timían, saxað
  • 1 lítið handfylli steinselja, söxuð
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 2 dl ricotta

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C/375°F

Hitið olíu í meðalstórri pönnu. Steikið laukinn yfir meðalháum hita þar til hann er farinn að brúnast (ca. 8 mínútur).

Hrærið saman eggjum, rjóma, kryddjurtum, salti og pipar.

Lækkið hitann undir pönnunni þegar laukurinn hefur eldast. Hellið eggjablöndunni á pönnuna og eldið yfir lágum hita í 8 mínútur. Setjið rúma matskeið í einu af ricotta í eggjahræruna. Setjið pönnuna inn í miðjan ofn og klárið að elda eggjahræruna þar til eggin eru elduð í gegn, ca. 10 mínútur.

Leyfið að standa í 5 mínútur áður en þið berið fram.

Fyrir 4

Prenta uppskrift

No comments yet

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: