Skip to content

Vikulok

Ég hef ekki verið nógu dugleg að lesa mér til gamans undanfarið. Ég er að reyna að ráða bót á þessu og er núna að lesa My Life in France eftir Juliu Child. Hún er mjög skemmtileg og gefur bæði innsýn inn í matarheim Child sem og lífið í París stuttu eftir seinna stríð. Bókin höfðar bæði til matar- og sagnfræðisnördsins í mér og ef aðrir deila þessum áhugamálum mínum þá mæli ég með henni. Aðrar bækur á náttborðinu eru Appelsínur frá Abkasíu eftir Jón Ólafsson og matreiðslubókin Plenty eftir Yotam Ottolenghi sem ég var að fá að gjöf.

'

Ég er mikill aðdáandi Joy the Baker. Hún er ótrúlega dugleg, óhrædd við að vera hún sjálf og uppskriftirnar hennar eru alltaf ljúffengar. Í vikunni skrifaði hún færslu um það að blogga – 10 Real-Talk Blog Tips Part II (hér finnið þið fyrri partinn). Fyrir þau okkar sem halda úti matar- og lífstílsbloggum eða eru að íhuga slíkt ætti þetta að vera skemmtileg lesning.

Fyrir mig er þetta líka góð áminning. Af og til (en afar sjaldan) velti ég því fyrir mér að hætta með þetta blogg, svona þegar mér finnst síðan hálfeinmanaleg og ég á erfitt með að finna tíma til að sinna henni. En svo verð ég þess áskynja að mér þykir svo vænt um það sem ég skrifa, mynda og skapa hérna að ég myndi ekki tíma að hætta. Ég tek því undir með Joy – „just have a doughnut and keep going“.

Og talandi um kleinuhringi. Eruð þið búin að kaupa ykkur kleinuhringjamót? Ég er búin að búa til þessa kleinuhringi fjórum sinnum á síðustu tveimur vikum. Alltof gott og alltof fljótlegt.

Íslensku vefverðlaunin voru haldin í síðustu viku og ég var himinlifandi með að Lemúrinn hafi unnið í sínum flokki. Þessi vefsíða er algjör snilld og ég get gleymt mér við að lesa greinarnar þeirra. Þau eru iðin við kolann og eiga þessa viðurkenningu fyllilega skilið. High-five!

17 athugasemdir Post a comment
 1. Ragna Bergmann #

  Það er mjög gaman að lesa vikulok færslurnar þínar :) Skemmtileg bót á æðislegt blogg. Eins og mig langar nú mikið að baka kleinuhringina mína fæ ég mig ekki til að kaupa mót þar sem ég kann mér ekki hóf þegar kemur að sætindum ;)

  17/02/2013
  • Takk Ragna mín :) Og ég skal fúslega viðurkenna að þetta kleinuhringjamót er STÓRhættulegt. Kannski þarf að taka það af mér. Kannski hefði ég ekki átt að panta míní-kleinuhringjamótið af Amazon. Úps.

   17/02/2013
 2. Nei, það er klárt mál að þú þarft að halda áfram að búa til kleinuhringi miðað við ráð Joy. Ég er orðin reglulegur gestur á þessari flottu síðu og vona að þú haldir áfram og áfram og áfram, eða þar til þú verður orðin 100 kg af kleinuhringjaáti ; – D

  17/02/2013
  • Takk fyrir það Katla! Ég og kleinuhringir erum orðin eitt þannig að ég mun seint hætta áti mínu á þeim sem og blaðri mínu um þá hérna á internetinu ;)

   17/02/2013
 3. Aðalheiður #

  Ekki hætta að blogga – virkilega gaman að lesa litlu sögurnar þínar :-)

  17/02/2013
 4. Lara #

  Sael Nanna, tad er alltaf jafn gaman ad kikja vid a sidunni hja ter. Eg hef profad ofaar uppskriftirnar sem allar hafa vakid mikla lukku a heimilinu. Eg er ad fara ad flytja til USA i naesta manudi og var ad velta fyrir mer hvada verslanir/vefsidur bjoda upp a godar eldhusvörur i usa? Tad vaeri taman ad fa abendingar fra ter. Bestu kvedjur, Lara

  17/02/2013
  • Sæl Lára. Það er úr svo ótalmörgu að velja hérna í Bandaríkjunum og margt sem hægt er að mæla með. Viltu ekki bara hafa samband við mig í gegnum tölvupóstinn minn (nannateits hjá gmail) og ég get hjálpað þér eftir fremsta megni :)

   17/02/2013
 5. Lilja #

  EKKI hætta! Ég er nánast daglegur gestur á blogginu þínu og allt (ALLT) sem ég hef prófað héðan hefur verið syndsamlega gott. Hef að vísu ekki lagt í að kaupa kleinuhringjamót (þori því ekki fyrir mitt litla líf!)..en gulrótarkakan hefur verið gerð oftar en ég kæri mig um að muna. Þar sem ég maulaði fyrrnefnda köku -3ja hæða nb- í dag hafði ég á orði við unnusta minn að eftir 10 ár langaði mig að vera minnst 3ja barna móðir þannig að ég gæti bakað köku um hverja helgi án þess að borða 3/4 sjálf! Haltu áfram að spreða matargleðinni :)

  17/02/2013
  • Æj nei, ég mun örugglega aldrei hætta að blogga hérna. Mér finnst þetta svo svakalega gaman. Ég fæ bara stundum samviskubit þegar ég á að vera að gera eitthvað allt annað.

   En þessi gulrótarkaka! Ég hef ekki gert hana alltof alltof lengi. Ætli ég geti ekki bakað hana í kleinuhringjamótinu mínu ;)

   17/02/2013
 6. Hildur Hauksdóttir #

  Heil og sæl.
  Ég er dyggur lesandi síðunnar þinnar og það gleður mig ávallt þegar ég sé nýjar færslur. Um daginn fannst mér allt í einu allir vera að koma sér upp matarbloggi þannig að ég tók meðvitaða ákvörðunin um að lesa bara þig, hitt gerði mig bara stressaða. Ég hef ekki lengur tölu á uppskriftunum sem ég hef fengið að njóta af síðunni. Kleinuhringjafærslan fékk mig til að brosa hringinn – loksins einhver sem skilur mig og ást mína á kleinuhringjum.
  Takk fyrir að deila og takk fyrir að skrifa. Gangi þér allt í haginn. Kveðja frá Akureyri, Hildur

  17/02/2013
  • Sæl Hildur! Það gladdi mig mjög að lesa þessi skilaboð frá þér. Takk kærlega fyrir falleg orð.

   Og það er svo gott að heyra frá einhverjum sem er líka kleinuhringjaóð. Maðurinn minn fær engan veginn skilið þessa ástríðu mína. Sem er í lagi, fleiri kleinuhringir handa mér ;)

   17/02/2013
 7. Embla #

  Ég heimta kleinuhringi þegar ég kem til þín í maí!!

  18/02/2013
  • Kleinurhringir í hvert mál!

   18/02/2013
 8. Fyrir utan það að það eru margir sem lesa bloggið þitt og hafa gaman að þá er annað sem þú getur haft í huga.

  Ég nefnilega hugsa þetta stundum líka… en svo hugsa ég frekar.

  1. Ég er að producera, þar sem maður er alltaf concumer þá er öll production af hinu góða. Það er mjög hollt fyrir heilsuna að skapa, bara eitthvað, eins og t.d matarblogg. Jafn hollt og hollur matur, hreyfing og rauðvín :)

  2. Það þarf að spá í málfar og stafsetningu, það er gott að viðhalda því með skrifum. (Matarbloggið mitt er eitt af því fáa sem ég skrifa þar sem ég er ekki í skóla lengur).

  3. Maður tekur fallegar myndir af mat, (meiri sköpun!) sem ég myndi eflaust ekki gera nema fyrir bloggið. Þannig verður maður betri í myndatökum, þar sem maður spáir í uppstillingu, birtu, myndavélastillingum og fleiru.

  4. Þetta er gott „logg“ um það sem maður borðar og gerir og getur verið gaman fyrir börnin manns að lesa síðar og þá sitja .þau að frábæru uppskriftarsafni og heimildum. Það verður gaman fyrir Þórdísi að lesa bloggið þitt því það svo skemmtilegt og hún hefur örugglega gaman að lesa það sem þú skrifar um hana eftir nokkur ár.

  LOKAORÐ:

  Bloggið þitt er eitt af fáum bloggum sem ég les alltaf, það er svolítið eins að bíða eftir færslu frá þér og þegar maður er að bíða eftir að Gestjafinn fari að detta inn um lúguna. :) En það er líka af því að þú póstar ekki of oft og mér finnst það kostur.

  Eigum við ekki að segja þetta gott í bili :D

  Kveðja, Soffía

  19/02/2013
  • Takk Soffía! Ég er líka dyggur aðdáandi síðunnar þinnar :) Þetta er einmitt það sem Elmar bendir mér á að hafa í huga. Ég skrifa heilmikið fyrir doktorsritgerðina en það er ekki alveg það sama og mér finnst ég vera svo niðurnjörvuð í því sem ég skrifa fyrir hana. Svo er skemmtilegt hvað þetta hvetur mann til að vera alltaf að prófa nýja rétti og hráefni. Kannski væri maður ekki eins dugleg við það ef bloggið væri ekki til staðar :)

   19/02/2013
 9. (heehummmm…..talandi um stafsetningu, ég skrifaði þetta í flýti á meðan litli lúllar sér, þannig að þú fyrirgefur villurnar :P)

  19/02/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: