Skip to content

Tzatziki

Um daginn bjó ég til þessi flatbrauð í hádeginu handa okkur. Ég bar þau fram með reyktum laxi og tzatziki. Tzatziki er grísk ídýfa úr þykkri jógúrt, ólíuvolíu, gúrkum og dilli. Þessi uppskrift er aðeins frábrugðin þeim hefðbundnu – í henni er hvítlaukur, sítrónusafi og steinselja aukalega. Hún er ljómandi góð og passar einstaklega vel við reykta laxinn. Þetta er kannski svolítið sumarleg samsetning en vorið er handan við hornið og það er aldrei of seint að byrja að fagna sólríkum dögum með víni og léttum hádegismat.

Tzatziki

(Örlítið breytt uppskrift frá Joy the Baker)

 • 450 g grísk jógúrt*
 • 1.5 bolli agúrka, fræin sköfuð frá með skeið og sneidd í þunnar sneiðar
 • 2 litlir hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1 tsk malaður ferskur pipar
 • 1 tsk sítrónubörkur, rifinn
 • 2 tsk ferskur sítrónusafi
 • 1 msk ólívuolía
 • 1/4 bolli steinselja, fínt söxuð
 • 1/4 bolli dill, fínt saxað

[*Ef þú finnur ekki gríska jógúrt má nota venjulega jógúrt. Þá þarf að sía vökva frá jógúrtinu með því að hella því í fína síu klædda með grisju. Setjið síuna yfir skál og geymið inni í ísskáp í 4 klukkutíma.]

Aðferð:

Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið vel saman. Smakkið til og bætið við salti, pipar sítrónusafa eftir því sem við á. Geymið inni í ísskáp í 2 tíma áður en ídýfan er borin fram, þetta gerir ídýfuna bragðmeiri. Berið fram kalda.

Ídýfan geymist í 4 daga inni í kæli í loftþéttum umbúðum. Hrærið hana áður en hún er borin fram.

Prenta uppskrift

One Comment Post a comment
 1. Inga Þórey #

  Spennó :-)

  19/02/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: