Skip to content

Posts from the ‘Ídýfa’ Category

Tzatziki

Um daginn bjó ég til þessi flatbrauð í hádeginu handa okkur. Ég bar þau fram með reyktum laxi og tzatziki. Tzatziki er grísk ídýfa úr þykkri jógúrt, ólíuvolíu, gúrkum og dilli. Þessi uppskrift er aðeins frábrugðin þeim hefðbundnu – í henni er hvítlaukur, sítrónusafi og steinselja aukalega. Hún er ljómandi góð og passar einstaklega vel við reykta laxinn. Þetta er kannski svolítið sumarleg samsetning en vorið er handan við hornið og það er aldrei of seint að byrja að fagna sólríkum dögum með víni og léttum hádegismat.

SJÁ UPPSKRIFT