Skip to content

Affogato með karamellugljáðum heslihnetum

Nú er árið senn á enda og ég trúi því vart hvað það hefur liðið ótrúlega hratt. En áður en við fikrum okkur yfir á nýtt ár og nýja tíma þá langaði mig til að deila með ykkur jólaeftirréttinum hjá okkur þetta árið. Mig langaði til að hafa eitthvað  létt og einfalt þar sem aðalrétturinn hjá okkur var bæði þungur og afskaplega fyrirhafnarmikill. Við höfum lengi ætlað okkur að búa til þennan ítalska eftirrétt eftir að hafa fengið hann með sykruðum möndlum á veitingastað hérna í hverfinu. Ég ákvað að búa til karamellugljáðar heslihnetur til að gefa réttinum smá bit og karakter. Þetta var fullkominn eftirréttur eftir allt þunga kjötið. Við mælum því með honum ef þið eruð ekki búin að ákveða hvað þið ætlið að bjóða upp á á gamlárskvöld – kaffið er örugglega sérstaklega hentugt fyrir þá sem vilja halda sér glaðvakandi fram yfir miðnætti.

Affogato með karamellugljáðum heslihnetum

  • 4 kúlur vanilluís
  • 1 dl espressó (eða sterkt kaffi)
  • 1 handfylli heslihnetur
  • 1 dl vatn
  • 1 dl sykur

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C.

Byrjið á því að afhýða heslihneturnar ef þarf. Besta aðferð sem ég hef notað er að setja vatn í lítinn pott og ná upp suðu, bæta síðan við 2 msk af matarsóda og sejtahneturnar út í. Sjóðið í 3 – 5 mínútur – vatnið verður mjög dökkt, það er í lagi. Setjið kalt vatn í skál á meðan og bætið nokkrum ísmolum út í. Til að gá hvort að hneturnar séu tilbúnar er gott að veiða eina hnetu upp úr, setja hana út í ískalt vatnið og reyna að ná hýðinu af. Ef það rennur auðveldlega af eru hneturnar tilbúnar. Takið allar hneturnar upp úr sjóðandi vatninu og setjið í ískalt vatnið. Nuddið hýðið af hnetunum með fingrunum. Setjið hneturnar á eldhúspappír og leyfið að þorna.

Setjið 1 dl af vatni og 1 dl af sykri í lítinn pott yfir meðalháum hita. Leyfið sykrinum að bráðna saman við vatnið. Ekki hræra í pottinum en það er í lagi að hreyfa hann af og til svo að sykurinn bráðni jafnt. Þegar blandan fer að taka smá lit á að setja heslihneturnar út í pottinn. Hreyfið pottinn til að heslihneturnar veltist upp úr karamellunni. Leyfið að sjóða þar til karamellan verður fallega rafgul á litinn. Veiðið heslihneturnar upp úr pottinum með gaffli og setjið á ofnplötu með bökunarpappír. Bakið í ofni í 15 – 20 mínútur eða þar til heslihneturnar eru  farnar að gyllast og ilma. Setjið til hliðar og leyfið að kólna. Setjið svo eldhúspappír (eða viskustykki) undir og yfir hneturnar og berjið þær léttilega með kökukefli. Setjið hneturnar til hliðar á meðan þið takið til ísinn og kaffið eða geymið í loftþéttum umbúðum.

Skiptið vanilluísnum í tvær skálar. Hellið 1/2 dl af espressói yfir hvora skálina. Sáldrið karamellugljáðu heslihnetunum yfir. Berið strax fram.

Fyrir tvo

Prenta uppskrift

3 athugasemdir Post a comment
  1. Ruth #

    Hafði þennan eftirrétt í kvöld í árlegu fjölskylduboði og hann tókst með miklum ágætum. Ekki mikill undirbúningur, nema smá maus í dag með hneturnar. Ég helti experssóinu rjúkandi út á ísinn og hann bráðnaði því hratt í skálinni, en mér fannst kaldur kaffi – ís bræðingurinn æði.

    31/12/2012
  2. Stefni á að prófa þennan fljótlega!

    01/01/2013

Trackbacks & Pingbacks

  1. Nú árið er liðið í aldanna skaut | Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: