Skip to content

Vikulok

Embla Ýr, systir mín, á gamla Pentax myndavél sem tekur svo skemmtilegar myndir. Hún var dugleg að taka myndir á hana þegar hún var í heimsókn hjá mér og ég hef sérstaklega gaman af þeim sem hún tók í hverfinu okkar. Mér líður eins og mitt hversdagslega umhverfi fái ævintýralegan blæ. Embla gaf mér leyfi til að birta nokkrar myndir í þessari færslu.

Mér er meinilla við að henda mat en á oft erfitt með að vera nógu skipulögð til að koma í veg fyrir það. Ísskápurinn okkar er risastór (og hávær eftir því) og á einhvern undarverðan hátt á hann það til að fyllast og ég hætti að finna hluti. Ég ætla að taka þessa ágætu konu mér til fyrirmyndar og fara að nýta frystinn meira.

Ég dáist svo að fólki sem skrifar fallega texta. Rachel á Rachel eats og Molly á Orangette eru einstaklega góðir pennar. Þær blogga bara endrum og eins en mér líður eins og það séu jólin í hvert skipti sem ég fæ skeyti um nýja færslu.

Hér er fallegt myndband um gerð kleinuhringja.

Vonandi áttuð þið góða viku!

No comments yet

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: