Skip to content

Ólívuolíukaka

Undanfarna morgna hef ég labbað út á uppáhaldskaffihúsið mitt, Glass Shop, í þeirri veiku von að fá margrómuðu ólívuolíukökuna þeirra með kaffibollanum mínum. En hún er alltaf búin. Étin upp til agna af árrisulu vinnandi fólki. Þar sem mér er meinilla við fýluferðir þá fæ ég mér eitthvað annað – pain au chocolat, croissant eða smjördeigshorn með eplabitum. Núna ákvað ég samt að taka málin í mínar eigin hendur og baka álíka köku sjálf til að eiga með kaffinu.

Uppskriftin að þessari köku er upprunalega frá Abraço á Manhattan og birtist í einhverju gömlu Bon Appétit-blaði. Ég gróf hana síðan upp á fallega blogginu hennar Alice Gao. Hún er mild, létt og fullkomin með kaffinu. Upprunalega á að nota sítrónubörk í deigið en ég notaði rifinn börk af greipi – ég hugsa að börkur af öðrum sítrusávöxtum muni líka passa vel. Þetta er mögulega einfaldasta kaka sem ég hef bakað og mig grunar að hún eigi eftir að vera bökuð margoft í framtíðinni þegar von er á góðum gestum í kaffi.

Ólívuolíukaka

(Uppskrift frá Abraço, fundin á Lingered upon)

 • 1.5 bollar hveiti
 • 1 bolli sykur
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt
 • 2 egg
 • 3/4 bolli nýmjólk
 • 1/2 bolli mild ólívuolía*
 • 2 tsk rifinn börkur af appelsínu (ég notaði greip)

[Passið að olían sé ekki of bragðmikil. Ég notaði ódýra jómfrúarolíu sem ég átti uppi í skáp sem er mjög mild.]

Aðferð:

Forhitið ofninn í 160°C/325°F. Smyrjið brauðform (9″x5″) og sáldrið smá hveiti í botninn. Bankið allt laust hveiti úr forminu. Setjið til hliðar.

Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti í stórri skál.

Hrærið saman egg, mjólk, ólívuolíu og appelsínuberki í meðalstórri skál.

Hrærið blautefnin saman við þurrefnin. Hellið deiginu í brauðformið.

Bakið í miðjum ofni í 50 – 60 mínútur, eða þar til kakan er bökuð í gegn.

Berið fram volga með svörtu tei eða kaffi.

Prenta uppskrift

5 athugasemdir Post a comment
 1. Ó, hvað mér líst vel á þessa. Verð að prófa hana hið snarasta!

  22/04/2013
 2. Guðfinna Sigurðardóttir #

  Girnileg kaka. Ætla að baka hana á morgun :)

  24/04/2013
 3. Vala Dgg #

  Namm..varð að prufa strax og ég sá uppskriftina nema ég er svo súkkulaðisjúk að ég bætti við 1/2 tsk af vanilludropum og 1 plötu af 70% súkkulaði..kom mjög vel út :)

  25/04/2013
  • Þú ert kona eftir mínu höfði :) Núna verð ég að prófa þetta með súkkulaði.

   25/04/2013

Trackbacks & Pingbacks

 1. Greipósa | Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: