Skip to content

Greipósa

Ég ætti kannski ekki að pína ykkur með þessu en vorið er farið að skarta sínu fegursta í hverfinu okkar. Prospect Heights er mjög gróið hverfi með mörgum magnólíu- og kirsuberjatrjám sem keppast nú við að opna blóm sín. Við tökum vorinu fagnandi og hlökkum til að eyða góðum tíma saman í garðinum í sumar.

Ef ég byggi heima í þessu langvarandi vetrarhreti, þá myndi ég bjóða góðu fólki í bröns um helgina. Ég myndi baka ólívuolíuköku, steikja ofnbakaðar kartöflur með spínati og beikoni, hleypa egg og búa til stóra könnu af þessum frábæra kokkteil. Uppskriftin er innblásin af hinni sívinsælu mímósu (appelsínusafi í kampavíni) en mér finnst þessi drykkur margfalt betri. Ferskur greipsafi blandaður saman við Campari og freyðivín.

Greipósa

(Breytt uppskrift frá Bon Appétit, maí 2013)

  • 2 bollar ferskur nýkreistur greipsafi (úr 2 – 3 stórum safaríkum greipum)
  • 1/4 bolli Campari
  • 750 ml freyðivín (eða sódavatn)

Aðferð:

Blandið greipsafa og campari saman í  könnu. Geymið inni í ísskáp í ca. 2 tíma (eða yfir nótt) til að kæla vel. Skiptið greipblöndunni jafnt í glös og hellið freyðivíninu (eða sódavatninu) yfir.

Fyrir 8 glös 

4 athugasemdir Post a comment
  1. Þessa uppskrift verður Campari unnandinn ég að prófa!

    26/04/2013
    • Um að gera! Ég er smám saman að færa mig upp á skaftið í þessum Camparimálum. Næst á dagskrá er að læra að drekka Campari í sódavatni :)

      08/05/2013
      • Persónulega þykir mér Campari alltaf best í kranavatni og hef aldrei komist upp á lag með að drekka hann í sódavatni. Tónik fæ ég mér stundum til tilbreytingar. Prófaði Campari Crush um daginn sem þér mun eflaust líka, þar skvettir maður saman 2 af gini, 1 af Campari og fyllir upp með greipsafa. Fullt af klökum að sjálfsögðu :-)

        24/05/2013
      • Það hljómar dásamlega!

        24/05/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: