Skip to content

Sjúkar súkkulaðibitakökur

Eldað í Vesturheimi er tveggja ára í dag. Ég hefði viljað baka einhverja stórfenglega köku í tilefni dagsins, klappað sjálfri mér á bakið og sýnt einhverja snilldartakta í eldhúsinu. En þar sem ég er komin rúmlega 38 vikur á leið og er með eina ömurlegustu flensupesti seinni tíma þá hafa vangaveltur um hnallþórur og flókið bakkelsi verið í miklu lágmarki. Mér hefur verið skipað að hafa mig hæga og losna við hita og beinverki fyrir komandi átök. Og ég þori ekki öðru en að hlýða.

Því ætla ég að ,svindla’ svolítið og bjóða ykkur frekar upp á þessar súkkulaðibitakökur sem Embla Ýr bjó til handa okkur um daginn. Embla er smákökusnillingur og þá sérstaklega þegar það kemur að súkkulaðibitakökum. Hún saxar dökkt súkkulaði mjög gróflega þannig að maður bítur í gegnum stóra og stökka súkkulaðimola. Uppskriftin sem hún studdist við er frá Baked bakaríinu í Brooklyn og við erum mjög ánægðar með útkomuna. Þessari smákökur eru sjúklega góðar og passa einstaklega vel við ískalda mjólk.

Sjúkar súkkulaðibitakökur

(Uppskrift frá Baked: New Explorations in Baking)

  • 2.5 bolli (310 g) hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 225 g ósaltað smjör, mjúkt en kalt
  • 1 bolli (200 g) púðursykur
  • 1/2 bolli (110 g) sykur
  • 2 stór egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 450 g dökkt súkkulaði, saxað [Við notuðum 250 g af 70% súkkulaði og 200 g af suðusúkkulaði]

Aðferð:

Blandið saman hveiti, salti og matarsóda í stórri skál og setjið til hliðar.

Þeytið saman smjör og sykur þar til það er orðið slétt og kekkjalaust. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þeytið þar til þau hafa blandast alveg saman við. Bætið vanilludropunum saman við og þeytið í 5 sekúndur.

Setjið helminginn af hveitinu út í skálina og blandið í 15 sekúndur. Setjið hinn helminginn af hveitinu út í og þeytið þar til hveitið hefur gengið inn í deigið. Deigið verður klístrað og svolítið blautt.

Takið skálina frá hrærivélinni og blandið súkkulaðibitunum varlega saman við.

Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið deigið inni í ísskáp í 6 klukkustundir eða yfir nótt.

Hitið ofninn í 375°F/190°C. Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur.

Búið til 2 msk stórar kúlur úr deiginu og setjið á ofnplöturnar með ca. 2 sm millibili. Bakið í 12 til 14 mínútur, eða þar til endarnir á smákökunum verða gylltir á litinn og topparnir eru farnir að dökkna aðeins.

Leyfið að kólna á grind í 5 mínútur. Takið kökurnar af ofnplötunni og setjið á grindina og leyfið þeim að kólna alveg (eða borðið á meðan þær eru volgar) áður en þeim er pakkað í loftþéttar umbúðir.

Smákökurnar geymast í allt að 3 daga í loftþéttum umbúðum við stofuhita.

Gerir ca. 25 – 30 smákökur

Prenta uppskrift

9 athugasemdir Post a comment
  1. mmm eg aetla ad gera thessar a morgun i tilefni af 2 ara afmaelinu thinu. til hamingju og gangi thjer vel a lokasprettinum. dasamlegur timi framundan!!!

    28/08/2012
    • Takk Soffía! Ég er orðin mjög spennt :)

      29/08/2012
  2. Harpa #

    Sem heimilisfræðikennara og nörd um rétt upp settar uppskriftir þá finnst mér yndislegt að lesa þínar því þær eru eftir „bókinni“ :)
    Gangi þér vel næstu vikurnar.

    29/08/2012
    • Það finnst mér afar skemmtilegt að heyra :) Takk fyrir!

      29/08/2012
  3. Ragna Bergmann #

    Ég bakaði þessar áðan, mikið rosalega eru þær góðar. Fara rosa vel saman við lærdóminn ;)

    03/12/2012
    • Frábært! Gangi þér vel í prófunum :)

      03/12/2012

Trackbacks & Pingbacks

  1. Refsingar | Eldað í Vesturheimi
  2. Smákökur með stórum súkkulaðibitum og sjávarsalti | Eldað í Vesturheimi
  3. Sjúkar súkkulaðibitakökur | eddaosk.com

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: