Skip to content

Quesadillur með graskeri og glóðaðri papriku

Ég er mjög hrifin af quesadillum. Þær eru góð leið til að nýta afganga, frábær afsökun til að borða bráðinn ost á brauðmeti og taka enga stund að matreiða. Í þetta sinn átti ég afgang af graskeri frá því að ég bjó til þennan pastarétt og leitaði uppi sniðuga leið til að nýta restina. Að lokum fann ég þessa uppskrift hjá Smitten Kitchen (Deb klikkar aldrei) og rótaði í frystinum okkar í leit að mexíkóskum hveitikökum.

Quesadillur eru sáraeinfaldar. Fyllingin er dreifð yfir hálfa hveitikökuna, osti stráð yfir, helmingnum lokað, penslað með smá ólívuolíu eða smjöri og steikt á heitri pönnu. Olían gerir það að verkum að hveitikakan myndar stökka og gyllta skorpu utan um heita fyllinguna. Osturinn bráðnar og límir hveitikökuna saman og gefur fyllingunni aðeins syndsamlegra bragð.

Okkur finnst best að borða quesadillurnar okkar með sterku salsa, fersku guacamole og (stundum) sýrðum rjóma. Það er líka gott að eiga þær í nesti því þær eru góðar kaldar og eru auðveldur fingramatur.


Quesadillur með graskeri og glóðaðri papriku

(Uppskrift frá Smitten Kitchen)

  • 1 lítið/meðalstórt ,akarn’grasker [má líka notað annað grasker]
  • 4 msk grænmetisolía
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • 1 jalapeno, saxaður [eða annar chilipipar]
  • 2 glóðaðar rauðar paprikur, skornar í strimla [það er hægt að glóða sínar eigin eða kaupa þær tilbúnar í dós]
  • Salt og pipar
  • 10 tortillukökur
  • 200 g rifinn ostur, veljið ost sem bráðnar auðveldlega

Aðferð:

Byrjið á því að skera graskerið í tvennt , fræhreinsið og ofnbakið við 200 C í ca. 30 mínútur, eða þar til grakerið hefur mýkst (það má samt hafa smá bit þar sem það verður eldað meira í pönnunni). Leyfið því að kólna og skerið eða rífið hýðið frá kjötinu. Skerið graskerið í litla teninga og setjið til hliðar.

Takið fram meðalstóra eða stóra pönnu og hitið olíuna við meðalháan hita. Bætið lauknum, hvítlauknum og jalapenoinu úti og steikið þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur. Bætið paprikustrimlunum saman við og steikið í 2 mínútur. Bætið síðan graskersteningunum saman við og steikið í 5 – 10 mínútur, eða þar til graskerið hefur hitnað og er orðið alveg mjúkt. Saltið og piprið og takið af hitanum.

Dreifið nokkrum matskeiðum af graskersblöndunni yfir hálfa hveitiköku og sáldrið osti yfir. Leggið kökuna saman og burstið báðar hliðar með smá grænmetisolíu. Leggið á heita steikarpönnu og steikið báðar hliðar þar til gylltar og osturinn hefur bráðnað. Endurtakið með allar tíu. Skerið hálfmánana í fjóra bita og berið fram t.d. með salsa, guacamole og/eða sýrðum rjóma.

 Fyrir 4 – 5

Prenta uppskrift

No comments yet

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: