Skip to content

Linguine með ,akarn’graskeri og salvíu

Þó að ég elski að elda þá koma dagar sem ég horfi hálf-stjörfum augum á eldhúsið og get ekki hugsað mér að eyða of löngum tíma þar inni. Þessir dagar virðast skjóta upp sínum letihaus oftar eftir því sem líður á þessa fyrstu önn mína í doktorsnáminu. Samviskupúkinn á öxlinni segir mér að eigi að halda mig við skólabækurnar en ekki pottana. Með síkvartandi maga ákvað ég að elda mér einfaldan og fyrirhafnarlítinn pastarétt í hádeginu í gær. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst þetta vera frábær og öðruvísi leið til að nýta öll graskerin sem eru tekin upp á þessum tíma. Ég notaði ,akarn’grasker (e. acorn squash) en ég hugsa að það sé hægt sé að hverskyns grasker. Ef þau eru mjög stór þá þarf líklega bara að njóta fjórðung.

Linguine með ,akarn’graskeri og salvíu

(Uppskrift frá Dianasaur Dishes)

  • 250 g linguine eða spagettí
  • 45 g smjör, ósaltað
  • 8 stór salvíulauf, söxuð
  • 1 laukur, saxaður
  • 1 lítið hvítlauksrif, saxað
  • 1/2 ,akarn’grasker (eða önnur tegund af graskeri)
  • sjávarsalt
  • parmesanostur, rifinn
  • lítil salvíulauf, til skrauts

Aðferð:

Hitið ofninn í 200 C. Sáldrið smá ólívuolíu yfir graskerið, setjið það inn í ofn og bakið í 20-30 mínútur, eða þar til það er orðið mjúkt að innan. Leyfið því að kólna aðeins. Rífið hýðið utan af og skerið í teninga.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka eða þar til al dente.

Takið fram meðalstóran pott og bræðið smjörið við lágan hita á meðan pastað sýður. Leyfið smjörinu að brúnast, fyrst mun myndast froða þegar smjörið skilur sig og svo tekur það á sig brúnan lit. Þegar smjörið er orðið brúnt og gefur frá sér mildan hnetukeim er söxuðu salvíulaufunum bætt saman við. Hrærið þeim saman við. Bætið lauknum og hvítlauknum saman við og eldið þar til laukurinn hefur mýkst. Bætið þvínæst graskersteningunum saman við og eldið þar til graskerið er orðið heitt.

Hellið vatninu frá pastanu og hrærið saman við laukblönduna. Smakkið og bætið við sjávarsalti ef þörf er á.

Berið fram með ferskum, rifnum parmesanosti og salvíulaufum.

Fyrir 2 – 3

Prenta uppskrift

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: