Skip to content

Rósavíns- og hindberjasorbet

Tölum aðeins um rósavín. Rósavín hefur fengið svolítið slæmt orð á sig fyrir að vera of sætt, of stelpulegt, of bleikt og margir snúa upp á nef sér og fúlsa við drykknum. Það er svo sem allt í lagi. En rósavín er alveg jafn margbreytilegt og allar aðrar víntegundir. Það er til gott rósavín og svo er til rosalega (rosalega) vont rósavín. Ég játa fúslega að ég drekk rósavín endrum og eins og finnst þau stundum m.a.s. mjög góð. Því þurrara sem vínið er því meira slær á sætuna án þess þó að drepa ávaxtakeiminn.

Það má líka búa til sorbet úr rósavíni og hindberjum. Sorbet sem mér finnst mjög frískandi og skemmtilega öðruvísi á bragðið (ásamt því að vera svona líka fallegur á litinn!). Ég á því láni að fagna að sitja ein að fengnum þar sem eiginmaðurinn grettir sig ógurlega í hvert skipti sem ég býð honum upp á kúlu og muldrar eitthvað um að hann hafi lítinn sem engan áhuga á einhverjum rósavínsóskapnaði.

Verið hugrökk, búið til rósavínssorbet!

Rósavíns- og hindberjasorbet

(Uppskrift frá David Lebovitz: The Perfect Scoop)

 • 2 bollar [500 ml] rósavín
 • 2/3 bollar [130 g] sykur
 • 3 bollar [340 g] hindber, fersk eða frosin

Aðferð:

Setjið rósavínið og sykurinn í meðalstóran pott. Náið upp suðu, takið af hitanum og bætið hindberjunum saman við og leyfið að kólna þar ti blandan nær stofuhita.

Setjið blönduna í blandara eða matvinnsluvél og maukið. Þrýstið blöndunni í gegnum fína síu til að skilja fræin frá.

Kælið blönduna alveg (í a.m.k. klukkustund inni í ísskáp eða yfir nótt) og frystið svo í ísvélinni samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda.

Gerir 1 lítra

4 athugasemdir Post a comment
 1. Vá girnilegt og einfalt! David er svo klár.
  Rósavín er í miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega á sumrin í hitanum. Hinsvegar heitir þetta rósavín ekki rósarvín. Á frönsku er það vin rosé sem er bleikt vín (samanber vin rouge og vin blanc). Rose er bleikur á frönsku. Þannig að rósavín er eiginlega misnefni að mínu mati.

  25/09/2011
  • Sæl Ásdís. Takk kærlega fyrir ábendinguna! Ég hef leiðrétt þetta núna í textanum að ofan (hlýtur að hafa stungið svolítið mikið í augu þar sem orðið kemur ansi oft fyrir) :)

   25/09/2011
 2. Auður #

  Ég sé alveg fyrir mér að það sé frekar awesome að skella einni svona kúlu ofan í glas með rósavíni … eða öðru víni ;)

  26/09/2011
  • Já! Mér datt í hug að sulla smá prosecco yfir :)

   26/09/2011

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: