Skip to content

Sítrónubitar

Ég elska sítrónur. Ég elska þær svo mikið að ef ég mætti bara velja mér einn ávöxt til matar það sem eftir væri þá yrðu sítrónur fyrir valinu. Þær eru svo ferskar, fallegar og gular. Þær eru frábærar í mat, bakstur, svaladrykki (bjór og hanastél auðvitað meðtalin) og mér finnast þær gómsætar einar og sér. Það skemmir heldur ekki fyrir að þær eru sérstaklega góðar á veturnar og vorin og gefa fögur fyrirheit um hlýrri og betri daga.

Snillingurinn David Lebovitz var að setja þessa uppskrift inn á bloggið sitt í dag og ég var varla búin með færsluna þegar ég var komin í yfirhöfn og vettlinga og hljóp við fót, full af kvefi og hálsbólgu, út í matvöruverslunina á horninu. Það sem mér finnst sérstaklega sniðugt við uppskriftina hans er að hann notar heila sítrónu – aldinkjöt, safa og börk – þannig að sítrusbragðið kemur mjög sterkt fram. Botninn er einfaldur en hæfilega stökkur og vanillan gefur honum smá karakter.

Lebovitz tekur sérstaklega fram að best er að nota lífræna sítrónu. Ég held reyndar að þær séu ekki fluttar inn til Íslands vikulega og auðvitað er hægt að nota ólífræna sítrónu í staðinn. Þegar ég var að skera mína í sundur og hreinsa fræin þá tók ég eftir að það var sérstaklega mikið af hvíta efninu sem liggur á milli kjötsins og barkarins. Þetta er bitrasti hluti sítrónunnar þannig að ég skar aðeins af því frá við endana til öryggis.

Sítrónubitarnir geymast í ca. 3 daga ef þeir eru geymdir við stofuhita. Það er líka hægt að frysta þá en þá þarf að leyfa þeim að þiðna alveg áður en þeir eru bornir fram, ekki setja þá í örbylgjuna. Það er svo mjög fallegt að skreyta bitana með smá flórsykri. Þessir bitar eru örugglega mjög góðir sem eftirréttur – þeir eru svo ferskir og ágætlega léttir í maga.


Sítrónubitar

(Frá David Lebovitz)

Botn:

  • 140 g hveiti
  • 40 g sykur
  • 1/4 tsk salt
  • 115 g smjör, við stofuhita
  • 1/2 tsk vanilludropar

Fylling:

  • 1 sítróna, ca. 175 g
  • 200 g sykur
  • 3 msk sítrónusafi
  • 3 stór egg, við stofuhita
  • 4 tsk sterkja (ég notaði kartöflusterkju)
  • 1/4 tsk salt
  • 45 g smjör, bráðnað
  • Flórsykur (má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C.

Takið fram ferningslaga form (helst 8 tommu). Snúið forminu öfugt og leggið álpappírsfilmu þétt upp að botninum og meðfram hliðunum þannig að glansandi hliðin snýr niður. Snúið forminu síðan aftur við og leggið álpappírinn ofan í það og sléttið vel úr filmunni og passið að hún leggist vel í hornin.

Blandið saman hráefnunum fyrir botninn í meðalstórri skál þangað til að deigið verður að litlum kúlum. Færið deigið yfir í formið og sléttið vel úr því með höndunum og reynið að hafa það eins jafnt yfir botninn og hægt er.

Bakið í 25 mínútur eða þangað til að botninn tekur á sig gylltan lit.

Búið til fyllinguna á meðan botninn bakast:

Skerið sítrónuna í tvennt, fræhreinsið og skerið sítrónuna í bita. Setjið bitana í matvinnsluvél ásamt sykrinum og sítrónusafanum og leyfið vélinni að vinna þar til sítrónan leysist upp. Bætið við eggjunum, sterkjunni, saltinu og smjörinu og blandið saman í vélinni þar til allt hefur rétt svo blandast saman (ekki láta vélina vinna of lengi).

Þegar botninn er tilbúinn takið hann úr ofninum og lækkið hitann í 150°C. Hellið fyllingunni yfir botninn og bakið í 25 mínútur eða þangað til fyllinginn hristist ekki við rask. Fylgist vel með! Fyllingin á ekki að hristast við rask en hún á ekki að vera stíf því þá hefur fyllingin eldast alveg í gegn og verður eins og eggjakaka. Fyllingin á að vera mjúk og á ekki að vera búin að setjast. (Það getur vel verið að bitarnir þurfi því ekki meira en 20 mínútur í ofninum.)

Takið úr ofninum og leyfið að kólna alveg. Lyftið kökunni upp úr með því að tosa í álpappírinn. Skerið í ferninga eða stangir og skreytið með flórsykri.

2 athugasemdir Post a comment
  1. Inga Þórey #

    namm!

    18/02/2011
  2. Elsku frænka

    Komdu með eina mega-uppskrift fyrir uppáhaldsfrænda þinn hér á matarblogginu sem ég skemmt mér oft við að lesa!

    07/03/2011

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: