Tíramísú
Það er komið tæpt ár frá því ég bjó til þennan rétt síðast og hann sló í gegn þá. Einhver vildi halda því fram að þetta væri besta tíramísú sem hann hafði smakkað (score!). Ég er því búin að vera að bíða eftir því að fá tækifæri til að endurtaka leikinn svo ég gæti fært uppskriftina í myndum og máli inn á síðuna. Þegar við buðum vinum okkar í mat þá var ég ekki lengi að ákveða að vera með þennan eftirrétt. Í fyrstu ætlaði ég að bera hann fram með hindberjum (eins og uppskriftin stingur uppá) en þegar ég sá að lítil askja út í búð kostar rúmlega 700 krónur þá ákvað ég að grípa ódýrari bakka af jarðaberjum í staðinn.
Þetta er svolítið öðruvísi útfærslu á hinu klassíska tíramísúi. Venjulega er búðingurinn búinn til úr eggjum, sykri og mascarpone en hérna er mjólk bætt við búðinginn. Það má líka nota annað áfengi en romm, eins og Tia Maria, Kahlúa, Marsala, í raun bara það sem gæti bragðast vel með kaffi og kexi. Þetta er svolítið tímafrekt ferli því að búðingurinn þarf að kólna áður en farið er í að byggja tíramísúið og svo þarf rétturinn sjálfur að kólna í þó nokkrar klukkustundir svo að búðingurinn stífni og heldur sér þegar öllu er hvolft úr mótinu. Það er því mjög sniðugt að búa þetta til deginum áður en það er borið fram og jafnvel sett í frysti í smá stund áður. En, eins og með flestan mat sem krefst mikils tíma, þá er þessi réttur einstaklega bragðgóður og algjörlega fyrirhafnarinnar
[Ég hef bloggað um Klassískt Tíramísu]
Tíramísú
Fylling:
- 480 ml mjólk
- 150 g sykur
- 35 g hveiti
- 6 eggjarauður, stórar
- 60 ml dökkt romm
- 2 tsk vanilludropar
- 57 g smjör, skorið í litla bita
- 227 g mascarpone*
- 32 ladyfingerskex
Kaffisýróp:
- 360 ml espressó (eða sterkt kaffi)
- 65 g sykur
- 60 ml dökkt romm
Ofanálag:
- 30 g dökkt súkkulaði, saxað
- Hindber (má sleppa)
[*Mascarponeostur getur verið mjög dýr og stundum ófáanlegur. Ef það er tilfellið þá er hægt að nota þetta í staðinn: 225 g rjómaostur, 60 ml rjómi, 30 g smjör (við stofuhita). Hrærið öllu vel saman.]
Aðferð:
Hitið 420 ml af mjólkinni og 100 g af sykrinum þangað suðu hefur verið náð (fylgist vel með því annars mjólkin mun sjóða upp úr pottinum). Þeytið restinni af mjólkinni (60 ml) saman við 50 g af sykrinum, hveitinu og eggjarauðunum í skál á meðan beðið er eftir suðunni. Blandið þessu saman við mjólkurblönduna þegar suðan hefur komið upp. Hellið blöndunni yfir í hreinan pott og eldið yfir meðalháum hita. Hrærið stanslaust þangað til suðan kemur upp og haldið áfram að hræra í blöndunni í 2 mínútur eða þangað til hún hefur þykknað. Slökkvið undir pottinum og hellið blöndunni í gegnum síu í stóra skál.
Hrærið romminu, vanilludropunum og smjörinu saman við. Hyljið skálina með plastfilmu (þetta kemur í veg fyrir að skán myndist ofan á búðingnum). Kælið í ca. tvo klukkutíma eða þangað til að búðingurinn verður kaldur.
Takið búðinginn úr ísskápnum þegar hann er orðinn alveg kaldur og setjið til hliðar. Setjið mascarponeostinn í skál og hrærið með viðarskeið þangað til að osturinn er orðinn mjúkur og kekkjalaus. Blandið svo mascarponeostinum varlega saman við búðinginn. Setjið til hliðar.
Blandið kaffinu, romminu og sykrinum saman í grunnri stórri skál. Smakkið og bætið við sykri ef þörf er á.
Takið fram brauðform sem mælist 23 x 13 x 8 cm. Leggið plastfilmu ofan í formið og passið að filman leggist yfir allar hliðarnar á því.
Takið fram kexið, kaffisýrópið og búðinginn.
Takið eitt kex í einu, dýfið því ofan í kaffisýrópið og raðið síðan neðst í formið. Endurtakið og raðið kexinu niður hlið við hlið þangað til botninn á forminu hefur fyllst. Hver röð ætti að vera 8 ladyfingers. Hellið því næst 1/3 af búðingnum jafnt yfir kexið. Endurtakið tvisvar sinnum, dýfið kexinu í sýrópið, leggið í eina röð, hellið 1/3 af búðingnum jafnt yfir, dýfið kexinu i sýrópið og hellið síðasta þriðjungnum jafnt yfir og ljúkið með því að leggja eina röð af ladyfingerskexi. Hyljið síðan með plastfilmu og setjið inn í ísskáp og geymið þar í a.m.k. 6 klukkutíma (helst yfir nótt).
Takið plastfilmuna af tíramísúinu og hvolfið varlega á disk, takið restina af plastfilmunni varlega af. Stráið kakódufti í gegnum sigti yfir tíramísúið og skreytið með söxuðu súkkulaði og hindberjum.
(Ef þið viljið hafa tíramísúið mjög stíft þá er gott að setja það í frystinn í klukkutíma áður en það er borið fram.)
Ég þori að veðja að þetta var guðdómlegt.
Mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Sæluhrollur!
ummm grinó !!:*
Make some for me!
Let’s say you make that delicious looking Thai yellow curry and I’ll bring this for dessert – sound like a plan? ;)