Skip to content

Lax með mangóchutney, pistasíuhnetum og kóríander

Þessi fiskréttur er einstaklega ljúffengur og hefur oft verið á borðstólnum síðan ég rakst á hann í Gestgjafanum. Venjulega hef ég matreitt hann með bleikju eða silung en þetta er í fyrsta sinn sem ég bý hann til með því að nota lax. Og hann er engu síðri. Ég velti því samt fyrir mér hvort það sé betra að rista hneturnar á pönnu í smá stund áður en þeim er dreift yfir fiskinn eða bíða með að strá þeim yfir þar til fiskurinn hefur eldast því þær voru svolítið mjúkar undir tönn. Ég hef líka breytt uppskriftinni lítillega með því að saxa chilialdin og dreifa því yfir laxinn áður en hann fer inn í ofninn, það gefur auka hita og passar vel við mangóchutneyið og ferska kóríanderinn.

Lax með mangóchutney, pistasíuhnetum og kóríander

(Úr Gestgjafanum, örlítið breytt útgáfa)

  • 4 laxabitar
  • Safi úr einni límónu
  • Sjávarsalt
  • Nýmalaður ferskur pipar
  • 2 dl mangóchutney
  • 1 rautt chilialdin, fræhreinsað og saxað smátt
  • 2-3 msk pistasíuhnetur
  • Ferskt kóríander, saxað

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Setjið fiskinn í eldfast mót, dreypið límónusafanum yfir og kryddið sem salti og pipar.

Smyrjið mangóchutney jafnt yfir flökin, dreifið chilipiparnum yfir og stráið því næst hnetunum yfir.

Bakið í 15-20 mínútur, eða þangað til fiskurinn hefur eldast í gegn.

Stráið kóríander yfir og berið fram með fersku salati og hrísgrjónum.

Fyrir 4

7 athugasemdir Post a comment
  1. Emmi #

    Er ábót?

    30/01/2011
  2. Þóra frænka #

    Við Hrafn á morgun!

    31/01/2011
  3. Teitur #

    Ég held að þetta komi úr Gestgjafanum fyrir nokkrum árum.

    31/01/2011
    • Já alveg rétt! Ég hef aðeins breytt frá upprunalegu uppskriftinni með því að bæta við ferskum chilipipar. Þetta er alltaf jafn gott.

      31/01/2011
  4. Anna #

    Elska þessa uppskrift. Mamma er búin að elda svona í mörg ár, bæði lax og bleikju, best er þetta grillað… nammmi nammmmm

    31/01/2011
  5. Þóra frænka #

    Þorskur að hætti Nönnu var afmælismatur Gylfa afa hér á 16. Gestir: Grétar og Laufey heitkona hans, Hrafn og svo auðvitað afmælisbarnið og kokkurinn!

    Veldig vel lykket!

    01/02/2011

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: