Biscotti með möndlum og súkkulaði
Klukkan sex í morgun hringdi síminn með tilkynningu frá borgaryfirvöldum að sökum mikillar snjókomu væri öllum skólum lokað og takmarkanir væru á samgöngum. Við hristum reyndar oft hausinn yfir því ástandi sem skapast af því sem Kanar kalla ,,snowstorm“ og ,,blizzard“. Okkur þykir þetta reyndar alveg merkilegt því oft koma flennistórar og dramatískar fyrirsagnir í blöðunum eftir nótt af (því sem við Íslendingar myndum kalla) ofankomu eða einfaldlega snjókomu. Í gærkvöldi átti til dæmis að vera ,,blizzard“ en ég varð hvorki vör við rok, skafrenning eða él heldur horfði bara á fallega logndrífu sem fyllti svalirnar mínar af snjó. Við hjónin fórum í göngutúr í Central Park og fórum í háskalegan snjóslag áður en ferðinni var heitið í innkaupaferð og heim í kaffi og biscottí.
Þannig er nefnilega mál með vexti að við fengum mjög góða kaffivél í jólagjöf frá foreldrum hans Elmars. Þetta er alveg gullfalleg espressóvél með gufuröri og við erum búin að vera hálf sturluð af koffíninntöku frá því hún kom í hús. Ég vann í umsóknum í morgun en þegar ég var búin að dagsverki mínu um hádegið ákvað ég að baka biscotti. Því hvað er betra en nýlagað espresso með súkkulaðibitabiscotti? Namm!
Biscotti með möndlum og súkkulaði
(Uppskrift frá Joy of Baking)
110 g heilar möndlur (án hýðis)
135 sykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
225 g hveiti
110 g dökkt súkkulaði, dropar eða grófsaxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C. Ristið möndlurnar í ofninum í ca. 8-12 mínútur eða þangað til þær taka á sig ljósbrúnan lit og fara að gefa frá sér lykt. Leyfið að kólna, grófsaxið og setjið til hliðar.
Þeytið saman eggjum og sykri þangað til að blandan verður þykk, ljós og dúnkennd, ca. 5 mínútur. Þeytið svo vanilludropunum saman við.
Hrærið saman hveiti, salti og lyftidufti í annarri skál. Blandið eggjablöndunni saman við og þeytið þangað til allt hefur blandast saman. Blandið súkkulaðinu og möndlunum saman við.
Takið fram ofnplötu og leggið bökunarpappír ofan á. Færið deigið yfir á bökunarpappírinn og mótið deigið í 30 cm langan og 9 cm breiðan bút. Ef deigið er mjög klístrað er gott að vera með rakar hendur þegar það er mótað. Bakið í ofninum í 25 mínútur eða þangað til að deigið verður þétt í sér (gefur lítið eftir þegar þrýst er á það). Takið úr ofninum og setjið á grind og leyfið að kólna í 10 mínútur.
Lækkið hitann í ofninum niður í 165°C. Setjið deigið á skurðarbretti og skerið það niður í 2 cm breiðar sneiðar skáhallt á deigið. Leggið sneiðarnar niður á ofnplötuna og bakið í 10 mínútur. Takið þá út úr ofninum, snúið sneiðunum við og bakið aftur í 10 mínútur. (Passið samt að sneiðarnar sé orðnar gullinbrúnar áður en snúið er við eða tekið úr ofninum). Leyfið biscotti-inu að kólna.
Geymið í loftþéttum umbúðum.
Efni í ca. 16 biscotti
Nanna mín
Ertu búin að Norðlendingar kalla allt hríð eða stórhríð, sama hvort snjórinn kemur sem hundslappadrífa eða með stormi! Ætla að prófa þetta „tvíkex“. Við hjónin á 16 eru húkkt á þessu. Svo vil ég bæta við að „tvíkex“ er dásamlegt með sætu, styrktu víni eins og púrtvíni!
,,Tvíkex“ – ég vissi ekki að það væri til íslenskt orð yfir þetta. En sniðugt. Ég á einmitt púrtvín uppi í hillu þannig að ég prófa þetta kombó við tækifæri!
Annars þarf ég að hringja í fjölskylduna fyrir norðan til að fá á hreint hvort að þessi veðurnafnamisskilningur teygi anga sína í Eyjafjörðinn.
Tvíkex er bara mín uppfinning því það hjómar miklu flottara en tvíbaka.
Þú færð aldrei neitt upp úr fólkinu þínu með veðrið því (eftir því sem ég hef konstanterað) er annað hvort hríð eða stórhríð í hvítri onfan- eða fjúkandi hliðarkomu.
Kynnist þessu harða „kexi“ á Ítalíu fyrir mörgum árum. Fékk þá í eftirrétt Cantucci með vino santo og hef ekki náð mér síðan og geri reglulegar tilraunir með tvíkex og sætt vín.
Áfram umsóknir!! gangi þér vel darling!
Talaði við sonardætur mínar á skæpinu í dag og lék öll dýrin í frumskóum Afríku auk nokkra gullfiska!
Mér finnst Biscotti æði en hef aldrei bakað það sjálf en ætla að prufa þessa uppskrift :)
Kveðja Kristín
ekki sniðugt að baka um leið og æsispennandi handboltaleikur er í gangi. Tókst mjög vel hjá okkur. rosalega gott
Biskotti di Stefano (eftir íslenskum kokki sem heiti Stefán)
250 gr. hveiti
200 gr. sykur
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyfitduft
12/ tsk. salt
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. negull (duft/mulinn)
1 tsk. vanillusykur
100 gr. helsihnetur (saxaðar/halveraðar)
1/2 plata suðusúkkulaði
1/2 dl. kaffi
1/2 mjólk
1 eggjarauða
Blanda saman þurrt.
Blanda saman blautt.
Hnoða saman.
Skipta í tvö brauð
Ofn 180 °C
Brauð bökuð í 30 mín. – látin kólna í 15 mín.
Skerra í seniðar, ca. 2 cm
Minnka hita á ofni í 150 °C
Baka í 5 mín. –> snúa –> baka í 5 mín.
Kæla og borða
Italilanske mandlekager
3 æggeblommer
250 gr. sukker
Korn af 1 stang vanille
3 æggehvider
1 knsp salt (salt á hnífsoddi)
Reven skal a 1 usprøjtet citron (ráðlegg að minnak skammt)
200 gr. ristede mandleflager
500-550 gr. hvedemel
1 tsk. bagepulver
Pisk æggeblommer, sukker og vanilekorn tykr. Pisk æggehviderne stive med saltet og vend dem i dejen ad et par gange. Tilsæt citronskral samt de ristede, let knuste mandleflager. Sigt derefter 500 gr mel, blandet med bagepulver, i dejen og ælt den glat, etv. med ekstra mel.
Del og form dejen til tre ruller, to-tre cm i diameter, læg den på plader med bagepapir og bag den i ovnen ved 175 grader i 20-30 minutter, til de er let gyldne. Tag rullerne ud, skær dem med det samme i én cm brede snitter på skrå, læg kagerne tilbage på pladen og rist dem gyldne og sprøde ved 150 grader i ca. 20 minutter. Flyt kagerne over på en bagerist og lad dem afkøle helt, før de lægges i dåse.
De hårde småkager er beregnet til at dyppe i et glas Vin Santo eller en stærk kop espresso, som man ser det i Italien.