Skip to content

Ananas- og myntuvodka

Ég er svo fegin að vera alveg laus við veturinn, við mýsnar (vonandi!) og sé fram á notalegar, hlýjar og sólríkar vikur áður en við flytjumst búferlum aftur til Íslands. Það er svo margt sem við eigum eftir að sakna héðan að það þyrmir stundum yfir mig. Ég reyni að draga djúpt andann og sætta mig við að ég get engan veginn komist yfir allt sem mig langar að gera, borða, drekka og sjá. Embla Ýr, systir mín, kemur í næstu viku og við ætlum að fara í nokkrar pílagrímsferðir saman.

Með rísandi sól og hækkandi hitastigi má búa til eitthvað með smá hitabeltisþema. Ég tók fram vodkaflöskuna okkar og ákvað að búa til ananas- og myntuvodka. Það er fáránlega einfalt að búa til bragðbættan vodka. Í rauninni má taka hvaða ávöxt sem er (eða chili, eða kryddjurtir) og láta hann liggja í vodkalegi í einhvern tíma – Kristín Gróa bjó til dæmis til þennan girnilega jarðarberjavodka í fyrrasumar. Það er í raun mjög fínt að nota einhvern ódýran vodka í þennan drykk, það er bara frekar kaldhæðnislegt að ódýrasta vodkað í vínbúðinni minni er hið fína íslenska vodka Reyka.

Ananas- og myntuvodka

(Uppskrift frá Bon Appétit, febrúar 2013)

 • 750 ml vodka
 • 1 ferskur sætur ananas, hreinsaður og skorinn í bita
 • 2 myntustilkar

[Ég gerði 1/3 af þessari uppskrift: 250 ml vodka, 1/3 ananas og 1 myntustilkur.]

Aðferð:

Setjið vodkann, ananasbitana og myntustilkana í stóra krukku. Geymið við stofuhita á dimmum stað í 8 klukkustundir til 3 daga (bragðið magnast með tímanum). Hristið krukkuna af og til.

Hellið vodkanum í gegnum síu ofan í aðra krukku eða flösku. Það má svo nota ananasbitana út í drykki eða bollu.

Geymið í kæli.

Hugmynd að drykk: 

 • 30 ml [2 msk] ananasvodka
 • safi úr hálfri límónu
 • tónik
 • klakar

Aðferð:

Setjið klaka í meðalstórt glas. Hellið vodkanum yfir og kreistið límónusafann út í. Hellið tóniki yfir.

4 athugasemdir Post a comment
 1. Embla #

  JESS!!

  11/05/2013
 2. Mmm þetta hljómar æðislega vel. Verst er að á Íslandi er bara ekkert til sem heitir ódýr vodki!

  11/05/2013
  • Það er svo fáránlegt. Ég ætlaði ekki að trúa því að 750 ml flaska af Reyka Vodka kostar $19 úti í vínbúð hérna. Ég þori ekki að fletta upp hvað hún kostar í Ríkinu. :(

   11/05/2013
 3. Aldrei hefði mér dottið í hug að bragðbæta vodkann minn sjálf og ekki tími ég að kaupa hann bragðbættan í ríkinu hér. Vertu ekkert að fletta því upp hvað vodkinn kostar hér, kemst að því fyrr en síðar ;-) Takk fyrir þessa snilld!

  11/05/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: