Skip to content

Vikulok

Mikið líður tíminn hratt! Maímánuður löngu byrjaður, skólaönninni fer að ljúka (GAH!) og allt í einu er allt orðið fagurgrænt í borginni. Ég keypti mér basilplöntu á markaðinum í gær og ætla að halda henni lifandi. Plöntur hafa aldrei lifað lengi heima hjá mér.

Einn uppáhaldsljósmyndarinn minn fór í ferðalag til Íslands fyrir skömmu og nú er hún farin að setja myndirnar inn á vefsíðu sína. Ég er yfir mig hrifin.

Systir mín pantaði sér bók af Amazon sem kom til mín í síðustu viku. Ég hef ekki hætt að skoða hana og hreinlega verð að eignast hana sjálf. Bouchon Bakery er mögulega fullkomnasta bakstursbók sem ég hef augum litið.

Það er sérstaklega gaman að uppgötva ný og skemmtileg íslensk matarblogg. Ég rakst nýlega á bloggið Matarkarl og hef skemmt mér mikið við að lesa það.

Vonandi áttuð þið góða viku!

One Comment Post a comment
  1. Haha…það er aldeilis! Í gær var viðtal við mig í Mogganum og nokkrar hræður kíkja á bloggið í kjölfarið. En um leið um þú vísar í það springur skalinn. Takk fyrir hólið!

    12/05/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: