Skip to content

Kjúklingabaunir í engifersósu & mangó lassi

Það er komið haust í New York og ég kveð hitann með söknuði. Það hefur kólnað heilmikið og það rigndi í allan dag. Við erum búin að eyða þessum sunnudegi innandyra að lesa og skrifa og því datt mér í hug að taka vel á móti haustinu með bragðmiklum mat. Við erum mjög hrifin af indverskum mat en lengi vel þá fannst mér allar tilraunir mínar að matreiða hann heima fyrir vera ansi misheppnaðar. Maturinn var ýmist of bragðlaus, of saltur eða bara hreinlega vondur. Ég ákvað á endanum að þetta væri ekki mér að kenna heldur uppskriftunum sem ég var að nota (einstaklega heppilegt) og lagðist í bókarannsóknir á amazon. Ég rakst á endanum á þessa bók og hún hefur reynst mér afskaplega vel, allt sem ég bý til er með þessum indælis indverska keim.

Í kvöld var kjúklingabaunaréttur fyrir valinu en mig langaði líka til að búa til eitthvað aukalega með því. Ég leitaði uppi uppskrift að mangó lassa, sem tæknilega séð er sumardrykkur en það er bara ekki hægt að ætlast til að ég sleppi sumrinu svo auðveldlega!

 

Mangó lassi

2 þroskaðir mangóávextir

2 – 3 msk sykur

120 ml mjólk

240 ml jógúrt*

1/2 tsk kardimommuduft

*Ef jógúrtið er þunnt (eins og íslensk jógúrt eru yfirleitt) þá er ágætt að setja rjóma út í ásamt mjólkinni.

Aðferð;

Afhýðið, kjarnhreinsið og skerið niður mangóávextina. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél (ég notaði töfrasprota) og blandið vel saman. Berið fram kalt.

fyrir 3

Kjúklingabaunir í engifersósu

(Julie Sahni: Classic Indian Cooking)

2 dósir kjúklingabaunir ásamt vökva

4 msk matreiðsluolía

2 meðalstórir laukar, saxaðir smátt

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

2 msk rifinn engiferrót

2 tsk kóríanderduft

1/3 tsk kardimommuduft

1/2 tsk mangóduft (eða 1 1/2 tsk sítrónusafi)

1/4 tsk rauður pipar

1/4 tsk svartur pipar

1 meðalstór tómatur, smátt saxaður

1 tsk salt

Aðferð:

Síið kjúklingabaunirnar og geymdu vökvann.

Hitið olíuna í stórri pönnu (helst wok) yfir meðalháum hita. Steikjið laukinn þangað til hann fer að gyllast, passið að hræra allan tímann svo hann brenni ekki við.

Bætið við hvítlauk og engifer, lækkið hitann og steikið í ca. 2 mínútur.

Bætið við kóríander, kardimommu, mangó dufti, rauðum og svörtum pipar. Hrærið vel saman og steikið í smá stund. Bætið við tómatinum og matreiðið þangað til olían fer að skilja sig frá (ca. 6 mínútur).

Hellið kjúklingabaunavökvanum, sítrónusafanum og 1 dl af vatni út í. Saltið. Látið malla undir loki í 10 mínútur eða þangað til að vökvinn þykkist.

Setjið kjúklingabaunirnar út í og leyfið öllu að malla, undir loki, í 10 mínútur.

Bragðið og sjáið hvort vanti salt áður en maturinn er borinn fram.

fyrir 3 – 4

6 athugasemdir Post a comment
 1. Embla #

  Þetta er svakalega girnileg uppskrift. En ég vil líka minna á að lassinn á að vera ískaldur.

  13/09/2010
 2. Marta #

  Vá! Þetta er allt svo girnilegt! Omnomnom!

  13/09/2010
 3. Auður #

  Þvílíkur metnaður Nanna Teitsdóttir!

  13/09/2010
 4. Grétar Amazeen #

  Mér lýst vel á þetta. Ég er einmitt búinn að vera að leita mér að góðri bók með indverskum mat, ég þarf greinilega að kíkja betur á þessa!

  13/09/2010
 5. Teitur #

  Þetta lítur vel út. Mangólassi úr góðu hráefni er svooooo góður. Ég fæ kannski glas eða tvö þegar ég heimsæki ykkur í næstu viku. Kveðja frá Moskvu.

  14/09/2010
 6. Ragna #

  Rosalega er þetta girnilegt, mun alveg pottþétt prófa þessa uppskrift :)

  18/09/2010

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: