Skip to content

Posts from the ‘Kjötréttur’ Category

Kjötbaka með Guinness

Dagur heilags Patreks nálgast óðum.  Við Elmar, eins og margir vinir okkar, erum ákafir aðdáendur Guinness og því fannst mér tilvalið að setja inn nokkrar (já það koma fleiri!) uppskriftir sem innihalda þennan unaðslega drykk. Við byrjum Guinnessþemað á kjötböku með Guinness, borin fram með baunum í einkennislit Patta gamla:

Ég var svo spennt fyrir því að elda þennan rétt að ég vaknaði eldsnemma í morgun og byrjaði að elda áður en ég þurfti að mæta í vinnuna. Ég vissi að ef ég byrjaði að elda þegar ég kæmi þreytt heim úr vinnunni þá yrði ekki matur á boðstólum fyrr en undir  miðnætti þar sem kássan þarf rúma tvo tíma inni í ofni. Ég hitaði svo bara kássuna upp í ofninum þegar ég kom heim, drakk eitt rauðvínsglas, fiktaði í ofninum, brenndi á mér puttana og fór svo að fletja deigið. Elmar vildi samt meina að ég hlyti nú að vera orðin svolítið meira en manísk fyrst ég væri farin að vakna fyrir allar aldir með matreiðslufiðring í fingurgómunum. En útkoman var svo frábær að manían hlýtur að vera kærkomin. Þetta er ekta vetrarmatur, bragðmikil kjötkássa í fíngerðu deigi með smjörsteiktum grænum baunum. Við mælum með þessu!

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: