Skip to content

Jólagjafahugmynd #6: Einfalt súkkulaðikonfekt

Aðeins rétt rúmar tvær vikur til jóla og ég er farin að eiga aðeins of mikið af konfekti í ísskápnum. Í þetta sinn bjó ég til einhvers konar tegund af konfektkaramellu, hérna úti kalla þeir þetta ,fudge’, sem er smekkfull af súkkulaði. Passið að nota 70% súkkulaði frekar en suðu- eða mjólkursúkkulaði því annars eigið þið á hættu að konfektið verður alltof sætt. Það má líka leika sér með uppskriftina – ég hefði viljað bæta við grófsöxuðum hnetum, það má líka sleppa cayennekryddinu og auka við kanilbragðið eða bara nota önnur krydd.

Súkkulaðikonfekt

  • 1 dós (400 ml) niðursoðin mjólk [sweetened condensed milk]
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 tsk kanill
  • 1/4 tsk cayennepipar
  • Lítil klípa af sjávarsalti
  • 450 g súkkulaði (70%)
  • 30 g smjör, ósaltað
  • Fleur de sel

Aðferð:

Takið fram 22 sm ferningslaga bökunarform og leggið álfilmu þétt í botninn og meðfram hliðunum. Smyrjið eða berið olíu á álfilmuna og setjið mótið til hliðar.

Setjið mjólkina, vanilluna, kanil, cayennepipar og sjávarsalt í stál- eða glerskál og hrærið vel saman. Setjið skálina yfir pott með hægsjóðandi vatni en passið að botninn á skálinni snerti ekki vatnið.

Bætið súkkulaðinu og smjörinu saman við. Látið allt bráðna saman og hrærið í blöndunni af og til. Þegar blandan er orðin kekkjalaus á að taka hana af hitanum og hella súkkulaðinu í kökumótið. Sáldrið smá fleur de sel yfir súkkulaðið.

Setjið inn í ísskáp og leyfið að kólna í 2 klst.

Takið úr ískápnum og losið álfilmuna varlega frá. Skerið í 2 sm stóra teninga.

Geymið í kæli.

Gerir u.þ.b. 120 konfektbita

2 athugasemdir Post a comment
  1. Vala Dögg #

    Væri hægt að nota eitthvað annað en niðursoðna mjólk ?? Venjulega mjólk… ?

    En takk annars fyrir frábærar uppskriftir og hugmyndir :)

    02/12/2012

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: