Skip to content

Linguine með sveppum, sítrónu og kryddjurtum

Það er afskaplega gott veður í New York þessa dagana og ég reyni að passa að njóta þess áður veturinn heldur innreið sína í líf okkar. Ég verð að viðurkenna að ég fæ væg kvíðaköst þegar ég hugsa til þess hvað mér var hrikalega kalt síðasta vetur. Elmar finnur að vísu minna fyrir þessu en ég og vinir okkar hérna úti verða oft forviða þegar ég kvarta undan kulda. ,,En þú ert frá Íslandi! Hvernig getur þér verið kalt?” Eins og við séum einhver erfðabreyttur kynstofn sem er svo harðger að hann finnur ekki fyrir frosti. Pff. En það er ekki vetur núna heldur er dásamlegt sumar með sól og 34° hita og ég elska það. Þessi hiti gerir það samt að verkum að ég finn ekki fyrir mikilli lyst á þungum hægeldaðum mat. Fyrir utan að það er ekkert grín að standa lengi fyrir framan eldavélina okkar í þessum hita. Ég ákvað því á leiðinni í Whole Foods í dag að versla í einn uppáhaldsréttinn okkar frá hinni unaðslegu Nígellu.

Þessi réttur er svo fáránlega einfaldur að það ætti ekki að vera hægt að klúðra honum. Að minnsta kosti hef ég ekki klúðrað honum hingað til og ég er ansi lunkin við að klúðra hinum ótrúlegustu hlutum. Sítrónan gefur ó-svo ferskt bragð og sveppirnir í þessu sítrónu-kryddjurtalegi verða alveg ómótstæðilegir. Uppskriftin segir að það eigi að nota cremini sveppi en ég hef líka notað þessa venjulegu hvítu sveppi sem eru alltaf til heima með góðum árangri. Mér finnst rétturinn ekki fullkomnaður án fersks pipars og parmesanosts og persónulega finnst mér að það eigi alls ekki að borða hann án þess að hafa hvítvín við hönd.

 

Linguine með sveppum, sítrónu og kryddjurtum

800 g cremini sveppir

5 msk extra virgin ólívu olía

1 tsk salt

1 stórt hvítlauksrif, saxað

1 sítróna, safi kreistur úr og börkur rifinn

1 tsk timjan lauf

500 g pasta

8 msk steinselja, söxuð

3 – 4 msk rifinn parmesanostur, meira fyrir parmesan-unnendur

Ferskur pipar

Aðferð:

Skerið sveppina í þunnar sneiðar (það er gott að nota eggjaskera í þetta verkefni) og setjið þá í stóra skál ásamt olíunni, saltinu, saxaða hvítlauknum, sítrónusafanum og berkinum, og timjanlaufunum. Blandið þessu saman og leyfið sveppunum að marinerast í vökvanum meðan pastað er soðið.

Sjóðið pastað og sigtið vökvann lauslega úr – það er gott að halda smá vökva eftir þannig að pastað verði ekki of þurrt. Setjið pastað beint í skálina með sveppablöndunni.

Blandið öllu vel saman og bætið svo við steinselju, parmesanosti og ferskum pipar. Blandið saman aftur. Njótið!

fyrir 3 – 4

10 athugasemdir Post a comment
 1. Emmi #

  Ég er sko pakksaddur! Og ennþá á drekka hvítvínið.

  01/09/2010
 2. Grétar Amazeen #

  Cremini sveppir eru, að ég held, það sama og venjulegu hvítu sveppirnir, sbr.

  http://en.wikipedia.org/wiki/Agaricus_bisporus

  Þú ert með frekar brúnt afbrigði á þessari mynd, sennilega eitthvað eins og kastaníusvepp. Þeir eru betri að mínu mati en þeir hvítu, að því leiti að þeir halda sér betur við eldun.

  Allavega þetta lítur mjög vel út!

  01/09/2010
 3. Ah, áhugavert. En jú þetta er s.s. brúnt afbrigði af þessum svepp þá. Ég hef prófað bæði hvíta og brúna afbrigðið og verð að segja að sá brúni er betri í þennan rétt (þó hann er ekki eldaður).

  01/09/2010
 4. Guðný Ebba #

  En yndislegt! Hlakka til að smakka þegar ég kem í heimsókn :) xx

  01/09/2010
 5. Þora Gylfadottir #

  Svei mer þa – eg byð Gretari og laufeyju i mat!

  02/09/2010
 6. Auður #

  Mmmm! Ég ætla að elda þennan þegar Jón er að heiman ;)

  Svo verð ég nú að segja með „harðgera Íslendinginn“ að svo er alls ekki. Við lærðum bara að kynda hús almennilega og klæðast ull utandyra!

  02/09/2010
 7. Salbjörg #

  Namm! þarf að prófa þennan bráðlega

  02/09/2010
 8. Inga Þórey #

  Hva! ertu svo bara hætt???

  08/09/2010

Trackbacks & Pingbacks

 1. Sítrónupasta með rjóma, beikoni og basilíku « Eldað í vesturheimi
 2. Súkkulaði- og bananabrauð með súkkulaðibitum « Eldað í Vesturheimi

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: