Skip to content

Vikulok

Það er fátt sem mér finnst betra en góður morgunmatur. Við höfum samt bara borðað hafragraut á hverjum morgni síðustu vikur og ég hef látið mig dreyma um margbreytileika morgunmatarins í gegnum ljósmyndbloggið simply breakfast.

Mér finnst mjög skemmtilegt að heyra að fólk sé að elda eftir uppskriftum sem ég deili. Ég verð ennþá glaðari við að sjá fólk njóta afrakstursins. Þessar súkkulaðibitakökur eru í algjöru uppáhaldi hjá okkur líka.

Ég veit að það er kominn mars en mig langar frekar mikið til að gefa Elmari þetta dagatal.

Það eru margar skemmtilegar heimsóknir framundan og því vona ég að það vori sem fyrst svo að fólk geti notið fallegustu árstíðarinnar í borginni. Tengdaforeldrar mínir koma í heimsókn í lok mars og við vorum svo ótrúlega heppin að finna þessa íbúð á Airbnb fyrir þau. Spurning hvort maður geri nokkuð annað en að súpa á kaffi á svölunum og njóta útsýnisins.

Vonandi áttuð þið góða viku!

One Comment Post a comment
  1. Áslaug #

    Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt, þessi íbúð er guðdómleg :)

    03/03/2013

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: