Skip to content

Ofnbakað blómkál með heslihnetum og granateplafræjum

Ég sá fyrst matreiðslubók eftir Yotam Ottolenghi heima hjá Cressidu vinkonu minni. Bókin, Plenty, var fallega mynduð með einstaklega girnilegum grænmetisréttum og ég einsetti mér að eignast hana. En svo gleymdi ég henni og það var ekki fyrr en nýlega þegar ótalmargir matarbloggarar misstu sig yfir nýjustu bókinni hans að ég stökk á Amazon og pantaði mér þessa nýju bók. Bókin heitir Jerusalem og ég er yfir mig hrifin. Ég er oft mjög spennt fyrir þeim matreiðslubókum sem ég fæ í hendurnar en þessa hef ég ekki getað lagt frá mér.

Jerusalem er eftir þá Ottolenghi og Sami Tamimi en þeir ólust báðir upp í Jerúsalem áður en þeir fluttu til London. Þeir þekktust ekki þá enda ólst Ottolenghi upp í Gyðingahluta borgarinnar en Tamimi í austurhluta hennar, í Arabahverfinu. Núna reka þeir nokkra mjög vinsæla veitingastaði í Bretlandi og eru þekktir fyrir einfaldan en bragðmikinn mat.

Jerusalem er því bók sem einblínir ekki einungis á matarmenningu Gyðinga eða Araba heldur skírskota uppskriftirnar til flestra þeirra mýmörgu menningarhópa í borginni. Ég á eftir að reyna að nálgast sum hráefni sem eru ekki seld í almennum matarmörkuðum hér en ég hlakka mikið til að kíkja í Arabahverfið í Brooklyn til að finna za’atar, harissa og granateplasýróp.

Fyrsti rétturinn sem ég prófaði að elda upp úr bókinni er einfaldur blómkálsréttur (við erum sjúk í blómkál á þessu heimili) með ristuðum heslihnetum og granateplafræjum. Bragðið er ótrúlega margslungið þrátt fyrir fá hráefni og granateplafræin gefa því mikinn ferskleika. Við vorum svo hrifin af honum í gærkvöldi að ég stóðst ekki mátið og stökk út í búð og keypti annan blómkálshaus til að hafa réttinn aftur í hádegismat. Þetta er hugsað sem forréttur eða meðlæti en var alveg nógu saðsamt fyrir þrjá í kvöldmat með smá brauði og hummus.

Ristað blómkál með heslihnetum og granateplafræjum

(Örlítið breytt uppskrift frá Yotam Ottolenghi & Sami Tamimi: Jerusalem)

 • 1 blómkálsshaus, hlutaður niður
 • 5 msk ólívuolía
 • 1 sellerístöng, skorin niður í 0.5 sm þunnar sneiðar
 • 30 g heslihnetur með hýðinu á
 • 1 lítið handfylli steinseljulauf
 • fræ úr hálfu granatepli
 • 1/4 tsk kanil
 • 1/4 tsk allspice (má sleppa)
 • 1 msk sherryedik (eða hvítvínsedik)
 • 1.5 tsk hlynsíróp
 • salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C/425°F.

Veltið blómkálinu upp úr 3 msk af ólívuolíunni, 1/2 tsk af salti og smá pipar. Dreifið vel úr blómkálinu á ofnplötu og snúið öllum bitunum þannig að hausinn snýr niður og stilkurinn upp. Bakið í ofninum í ca 15 mínútur, takið ofnplötuna út og snúið blómkálinu, bakið í 10 – 15 mínútur til viðbótar eða þar til blómkálið er orðið gyllt á litinn og svolítið stökkt. Takið úr ofninum og setjið til hliðar.

Lækkið hitann á ofninum niður í 170°C°325°F.

Dreifið úr heslihnetunum á ofnplötu með bökunarpappír og ristið í ofni í 17 mínútur. Setjið til hliðar og leyfið að kólna í smá stund. Saxið þær síðan mjög gróft niður.

Hrærið saman 2 msk af olíunni, edikinu, hlynsírópinu ásamt kryddum, salti og pipar.

Setjið blómkálið í stóra skál ásamt heslihnetunum og selleríinu. Hellið dressingunni yfir og veltið öllu vel saman. Skiptið niður í 2 – 4 skálar eða diska. Sáldrið granateplafræjunum og steinseljulaufunum yfir.

Fyrir 2 til 4

Prenta uppskrift

13 athugasemdir Post a comment
 1. Ég var einmitt að panta mér matreiðslubækur á Amazon í gær og velti því lengi fyrir mér hvort ég ætti að láta þessa í körfuna en ákvað að lokum að sleppa henni. Það hafa greinilega verið mistök!

  11/01/2013
  • Já! Ég myndi panta bókina og panta svo nokkur hráefni af netinu til að flytja heim til Íslands ;)

   11/01/2013
 2. Mmmm rosalega líst mér vel á þennan rétt, hlakka til að prufa :) Þessi bók fer á óskalistann :)

  11/01/2013
 3. Guðrún #

  spennandi bók, endilega sýndu okkur fleiri uppskriftir!

  11/01/2013
 4. I got this book for Christmas! Can’t wait to start using it. You must come to London to visit us soon and we can take you to his restaurant. C x

  11/01/2013
 5. Ástríður #

  Hrikalega gott, get ekki beðið eftir því að elda þetta aftur, takk

  19/01/2013
  • Frábært! Þessi réttur er eldaður reglulega heima hjá okkur :) Ég hef líka prófað að sleppa hlynsírópinu og það kom líka mjög vel út.

   19/01/2013
 6. Já, frábær bók. Ég hef verið að horfa á myndskeið með Ottolenghi á netinu, fullt af skemmtilegu efni. Ég elska svona matargerð

  Gaman að sjá hvað litla stelpan þín braggast vel. Er þetta ekki best í heimi og ótrúlegt hvað þau eru fljót að verða „stór“? :D

  20/01/2013
  • Ég er svo yfir mig ástfangin af bókinni að ég hef ekki undan að elda upp úr henni.

   Og jú, mér finnst eins og Þórdís sé búin að stækka heilmikið í hvert skipti sem ég tek hana upp á morgnana. Alveg ótrúlega gaman að fylgjast með henni þroskast :)

   21/01/2013

Trackbacks & Pingbacks

 1. Kjúklingur með kardemommuhrísgrjónum og ferskum kryddjurtum | Eldað í Vesturheimi
 2. Kræklingar í síder með beikoni og blaðlauk | Eldað í Vesturheimi

Færðu inn athugasemd við Ástríður Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: