Skip to content

Leiðrétting

Í Sunnudagsmogganum sem var borinn út í dag birtist umfjöllun um bloggið mitt ásamt öðrum frábærum íslenskum matarbloggum. Sem er auðvitað mjög skemmtilegt og ég er mjög þakklát að fá að vera hluti af þessum góða hóp. Ég verð samt að leiðrétta afar leiðinlega prentvillu í umfjölluninni um mitt blogg. Þar stendur:

Nanna hefur lýst því yfir að í litla eldhúsinu sínu noti hún gervisykur og unnin matvæli.

Þetta er auðvitað ekki rét þar sem ég er alfarið á móti mikið unnum matvælum og gervisykri! Ég legg mikið upp úr því að nota besta og hreinasta hráefni sem ég hef kost á og aðgang að. Ég hef aldrei birt uppskrift hér á blogginu sem notar gervisykur og mér er meinilla við mikið unnin matvæli. Orðið ,ekki’ átti auðvitað að koma fyrir í þessari setningu. Það er þess virði að kíkja á blaðið samt sem áður en þar eru níu önnur stórgóð blogg sem fá umfjöllun.

3 athugasemdir Post a comment
 1. alda #

  haha en leiðinleg villa..:)
  Annars ætla ég bara að kommenta í eitt skipti fyrir öll, kíki hér á hverjum degi þar sem þetta er frábær síða!!

  06/10/2012
 2. Erla #

  Ekki góð prentvilla

  07/10/2012

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: