Skip to content

Salat með glóðaðri papriku, mozzarellaosti og chili

Ég er búin að vera að blogga (of) mikið um pastauppskriftir. Ég tók ekki einu sinni eftir þessu sjálf heldur þurfti að benda mér á að ég væri greinilega að sækja mikið í þá huggun sem heitir og matarmiklir pastaréttir veita. Ég held að þetta sé febrúartengd árátta, því febrúar er klárlega erfiðasti mánuður ársins.

Ég tók því meðvitaða ákvörðun um að vera með salat en ekki pastasull í kvöldmatinn. Ég lagðist í smá rannsóknir og fann uppskrift af salati með glóðaðri papriku og mozzarellaosti. Ég breytti aðeins út frá upprunalegu uppskriftinni og glóðaði chilialdin með paprikunum og saxaði það síðan smátt og dreifði yfir mozzarellaostinn (mozzarella og chili er mögnuð blanda). Útkoman var mjög góð en þetta var næstum því of sterkt fyrir mína bragðlauka en Elmari fannst hitinn ljómandi góður (enda þekki ég fáa með eins háan chiliþröskuld og hann). Það má því sleppa chiliinu alfarið, nota minna, eða setja smá chiliduft í dressinguna til að fá smá hita í salatið. Ef þið viljið gera þetta að grænmetisrétti þá er hægt að búa til öðruvísi dressingu með sítrónusafa, ólívuolíu, salti og pipar í staðinn fyrir ansjósu-balsamikdressinguna. Ég steikti svo baguettesneiðar á pönnu upp úr smjöri og hafði með salatinu.

Rautt mozzarellasalat

(Breytt uppskrift frá spjallsvæði Jamie Oliver vefsíðunnar)

  • 2 stórar rauðar paprikur
  • 1 ferskt chilialdin [má sleppa]
  • 1 stór kúla mozzarella, skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
  • 1 ansjósuflak, marið í mortéli
  • 10-20 basilíkulauf
  • 3 msk ólívuolía
  • 1 msk balsamicoedik

Aðferð:

Setjið paprikurnar og chilialdinið í eldfast mót og stingið inn í 220°C heitan ofn.  Bakið í 30 mínútur eða þangað til grænmetið verður mjúkt viðkomu og hefur tekið á sig svartan lit. Takið úr ofninum og stingið í plastpoka og bindið/lokið pokanum. Takið úr pokanum eftir ca. 5 mínútur og afhýðið.

Fræhreinsið paprikurnar og chilialdinið. Skerið paprikurnar í langar ræmur en saxið chilialdinið. Setjið til hliðar

Blandið saman ansjósuflakinu, ólívuolíunni og balsamedikinu.

Raðið paprikunum og mozzarellasneiðunum á disk, stráið saxaða chiliinu yfir mozzarellasneiðarnar, stráið hvítlauksneiðunum yfir og hellið dressingunni yfir með skeið.

Leggið basilíkulaufin yfir, hyljið og geymið í ísskáp í ca. 20 mínútur.

Berið fram sem forrétt eða aðalrétt með brauði.

Fyrir 2 – 3

One Comment Post a comment
  1. Emmi #

    Geðveikt gott!

    28/02/2011

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: