Skip to content

Sítrónupasta með rjóma, beikoni og basilíku

Ég er gripin sítrónuæði. Það eina sem mig langar virkilega til að borða er sítrónubragðbættur matur. Í hvert skipti sem ég rekst á uppskrift á netinu sem notar sítrónur þá langar mig strax til að hlaupa út í búð, kaupa í réttinn og borða á við þrjá. Sem er einmitt nákvæmlega það sem ég gerði þegar ég sá þessa uppskrift á smitten kitchen um daginn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég bý til sítrónupasta (sjá hér) en mig langaði til að breyta aðeins út frá uppskriftinni á SK til að gera réttinn aðeins saðsamari og vetrarlegri (því það er víst ennþá vetur, því miður). Ég ákvað því að skera niður smá beikon og steikja það með – enda er pasta, rjómi og beikon guðdómleg blanda. Ég var mjög ánægð með útkomuna en fyrir þá sem fá hroll yfir beikoni (af grænmetisætuástæðum eða bara af óskiljanlegum ástæðum) þá er rétturinn mjög góður beikonlaus.

Sítrónupasta með rjóma, beikoni og basilíku

(Smitten kitchen, breytt uppskrift)

  • 500 g linguine
  • Salt
  • 3 sítrónur
  • 6 beikonsneiðar, skornar í bita
  • 1/2 dl extra-virgin ólívuolía
  • 1/2 dl rjómi
  • 30 g ferskur parmesanostur, rifinn
  • Malaður ferskur pipar
  • Handfylli af basilíkulaufum eða klettasalatblöðum, saxað

Aðferð:

Sjóðið pastað í stórum potti samkvæmt upplýsingum á pakka (eða þar til það er al dente)

Rífið niður matskeið af sítrónuberki og kreistið safann úr sítrónunum á meðan pastað sýður.

Hellið vatninu frá pastanu en geymið ca. 500 ml af pastavatninu. Þurrkið pottinn og hellið ólívuolíunni út í og steikið beikonið þar til það stökknar eilítið. Hellið síðan 150 ml af pastavatninuog rjómanum í pottinn og bætið við sítrónuberkinum. Hækkið hitann undir pottinum og látið sjóða í 2 mínútur. Lækkið hitann alveg niður. Hellið pastanu út í pottinn og hrærið öllu saman þar til vökvinn límist við pastað. Bætið við parmesanostinum og helmingnum af sítrónusafanum og veltið öllu saman þar til osturinn hefur bráðnað. Bragðið, bætið við sítrónusafa ef þið viljið meira sítrónubragð. Ef pastað er ekki nógu blautt, bætið þá við smá pastavatni og blandið vel saman. Hrærið basilíkunni saman við og kryddið með salti og pipar.

Berið strax fram með smá ólívuolí,  ferskum parmesanosti og grænu salati.

Fyrir 3 – 4

7 athugasemdir Post a comment
  1. Auður #

    Jahérna. Einhvernveginn get ég ekki ímyndað mér að pastaréttur geti borið 3 sítrónur án þess að bragðast eins og kokteill … is that a good thing mabye?

    27/02/2011
    • Haha! Það myndi kannski útskýra sítrónusýki mína ;) Rjóminn dregur samt mjög úr sítrónubragðinu þannig að mér fannst sítrónubragðið ekki verða hanastélslegt. Reyndar er hægt að setja bara smá af sítrónusafanum út í fyrst og smakka og bæta svo við aftur ef manni finnst rétturinn geta borið meira sítrónubragð.

      27/02/2011
  2. Teitur #

    Ætli ég prófi þetta ekki fljótlega. Mamma þín kanna ð meta þetta pasta veit ég. Annars verður indverskt tilraunaeldhús á þriðjudaginn. Rækjuréttur, indversk hrísgrjón og sterkur kartöfluréttur.

    Og bæ ðe vei, ég bjó til gott Naan brauð um helgina.

    27/02/2011
    • Gah! Þú verður að senda mér uppskrift í tölvupósti!

      27/02/2011
  3. Elfa Gylfadóttir #

    Sæl Nanna
    Til hamingju með glæsilega bloggsíðu ! Ég á eftir að prófa þennan girnilega sítrónupastarétt.

    28/02/2011
  4. Inga #

    Ummm! Thetta ætla ég ad prófa!!

    29/03/2012

Færðu inn athugasemd við Nanna Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: