Skip to content

Heslihnetutrufflur

Ég hef aldrei búið til konfekt áður. Sem er hálf hneykslanlegt því ég elska konfekt, súkkulaði og flest allt sem viðkemur sykri og sætindum. Það kom mér mjög á óvart hversu auðvelt það er að búa til konfekt sjálf (a.m.k. þessar trufflur) og hvað möguleikarnir eru óendanlegir þegar það kemur að því að blanda bragðið út í súkkulaðiblönduna. Ég fann uppskrift að heslihnetutrufflum á Smitten Kitchen sem mér fannst spennandi og ákvað að gera mér glaðan dag og keypti Siríus súkkulaði í Whole Foods og allt of stóra flösku af Frangelico í vínbúðinni. Þetta er kannski svolítið tímafrekt ferli þar sem súkkulaðið er endalaust að fara í og úr ísskápnum en annars er þetta pís of keik. Ég lenti í smá vandræðum með að súkkulaðið var eitthvað lengur að kólna hjá mér í ísskápnum en hjá Deb á SK en trufflurnar klúðrast nú ekki við það að þurfa að fara aftur inn í ísskápinn. Eldhúsið mitt er reyndar allt út í súkkulaði sem og andlit mitt og hendur, gólf, föt og skápar en það er algjörlega þess virði.

Þetta er meira að segja svo gómsætt og flott í alla staði að ef þið eigið lítinn pening og langar til að gefa góða gjöf þá er þetta tilvalið. Setjið trufflurnar bara í fallega krukku, bindið borða utan um og gefið sælkerunum í lífi ykkar.

Heslihnetutrufflur

(Uppskrift frá Inu Garten)

150 g heslihnetur

200 g  dökkt súkkulaði (ég notaði 56% súkkulaði en það er örugglega líka gott að nota 70% súkkulaði)

200 g suðusúkkulaði (ég notaði 45% súkkulaði)

125 ml rjómi

1 1/2 msk heslihnetulíkjör (ég notaði Frangelico)

1 msk uppáhellt kaffi

1/2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C.

Fínsaxið heslihneturnar og setjið þær á bökunarplötu. Setjið inn í ofn og ristið í 10 mínútur (25 mínútur ef að hneturnar eru ennþá með hýðið á). Takið úr ofninum þegar hneturnar eru orðnar gullinbrúnar og setjið til hliðar og leyfið að kólna.

Fínsaxið súkkulaðið og setjið í skál.

Hitið rjómann í litlum potti yfir meðalháum hita þangað til suða kemur upp. Hellið rjómanum strax yfir súkkulaðið í gegnum fína síu (þetta skilur broddinn frá) og blandið rjómanum og súkkulaðinu varlega saman þangað til súkkulaðið hefur bráðnað. (Ef súkkulaðið bráðnar ekki alveg þá er hægt að setja blönduna yfir heitt vatn og leyfa afgangnum af súkkulaðinu að bráðna.)

Blandið Frangelico, kaffi og vanillu saman við. Hyljið blönduna með plastfilmu og geymið inn í ísskáp í tæpa klukkustund eða þangað til að hún er orðin þétt í sér og meðfærileg.

Notið tvær teskeiðar eða litla ísskeið og búið til dropa úr súkkulaðiblöndunni. Setjið dropana á bökunarpappír og plötu og geymið inni í ísskáp í 20 til 25 mínútur, búið til kúlur með því að rúlla dropunum lauslega í lófanum. (Ég geymdi þær inn í ísskáp yfir nótt því súkkulaðið var aldrei nógu stinnt til að þola að ég mótaði þær í lófanum.) Rúllið súkkulaðinu uppúr söxuðu heslihnetunum og kælið aftur.

Trufflurnar eru bestar þegar það er búið að geyma þær í ísskáp í hálfan sólarhring.

2 athugasemdir Post a comment
  1. Embla #

    úúúú… ég ætla að prófa þessa eftir prófin.

    12/12/2010
  2. Salbjörg #

    Rosalega lítur þetta vel út…namm!

    16/12/2010

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: