Skip to content

Jólaglögg og smákökur

Elmar vissi ekki alveg hvað hann ætti að halda í morgun þegar ég var farin að spila jólalög yfir morgunmatnum og ætlaði ekki að trúa mér þegar ég sagði honum að við værum að nálgast þriðja í aðventu og ég væri því fullkomlega lögleg í jólafíling mínum. Það eru svolítið skiptar skoðanir um mikilvægi jólastands á þessu heimili. Ég er alveg forfallin jólamanneskja, mér finnst það vera eini ljósi punkturinn í þessari annars myglulegu árstíð sem við köllum vetur. Elmar er ekki alveg jafn yfirdrifinn í skoðunum sínum á jólunum og finnst miklu skemmtilegra að gera grín að jólaást minni og þykjast vera alveg á öndverðum meiði. En það er allt í lagi, ætli ég sé ekki nógu mikill jólasveinn fyrir okkur bæði.

Flórentínur

(Uppskrift frá The Gourmet Cookie Book)

  • 125 ml rjómi
  • 120 g sykur
  • 45 g smjör
  • 150 g möndlur, fínsaxaðar
  • Börkur af hálfri appelsínu, rifinn eða fínsaxaður
  • 50 g hveiti

Aðferð:

Setjið rjóma, sykur og smjör saman í pott og náið upp suðu, passið að hræra reglulega því annars brennur sykurinn við botninn eða blandan sýður upp úr pottinum. Sjóðið þangað til að blandan verður þykk og karamellubrún á litinn. Slökkvið undir pottinum og hrærið möndlum, appelsínuberki og hveiti saman við.

Takið fram ofnplötu og bökunarpappír og setjið eina matskeið í einu af deiginu á plötuna með 6 cm millibili. Fletjið dropana með sleikju (ágætt að bleyta hana aðeins fyrst svo hún límist ekki við dropana).

Bakið kökurnar við 180°C í 8 – 10 mínútur. Leyfið þeim að kólna í ca. 5 mínútur áður en þær eru færðar á grind. Leyfið þeim að kólna alveg og smyrjið þær síðan með bráðnu súkkulaði.

Geymið í ísskáp.

Jólaglögg

  • 1 flaska rauðvín
  • 1 kanilstöng
  • 1/2 tsk heilar kardimommur (belgir)
  • 1/2 tsk negulnaglar
  • Börkur af sítrónu
  • 1 msk rúsínur
  • 1 msk möndlur
  • 50-100 g púðursykur

Aðferð:

Hellið víninu í pott og bætið kryddinu, rúsínunum og möndlunum út í. Hitið á lágum hita svo að kryddbragðið blandist smám saman við vínið.

Fjarlægið kanilstöngina, kardimommurnar og negulnaglana. Bætið púðursykrinum við í litlum skömmtum, leyfið honum að leysast upp og smakkið áður en þið setjið næsta skammt. Þegar vínið er orðið nógu sætt getið þið borið það fram heitt ásamt sítrónuberki, rúsínum og möndlum.

*Það má líka setja smá slurk af líkjöri eða rommi ef þið viljið sterkara glögg.

Gleðilega hátíð!

2 athugasemdir Post a comment
  1. Embla #

    Jóla-andinn er það mikilvægasta í heimi Emmi!!!!

    09/12/2010

Trackbacks & Pingbacks

  1. Flórentínur | Ljúfmeti og lekkerheit

Skildu eftir athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: