Skip to content

Brómberjasveifla

Að pakka niður stúdíóíbúð með lítinn gorm sem skríður út um allt og tætir uppúr kössum jafnóðum og við röðum ofan í þá er þolinmæðisverk. En Þórdís Yrja er svo skemmtileg að það er ekki annað hægt en að brosa út í annað og endurtaka „ó-ó“ í sífellu. Það styttist mjög í heimför og ég er komin með fiðrildi í magann – hvort það sé sökum vægs kvíða eða mikillar eftirvæntingu á ég erfitt með að segja. Ég veit þó að ég verð fegin að segja skilið við litla músakotið og ég hlakka til að búa í íbúð með svefnherbergi (herbergi til þess eins að sofa í! Með hurð sem lokar restina af íbúðinni af!).

Þar sem tollalögin heima banna manni að flytja inn áfengi þá neyðumst við til að drekka birgðirnar og gefa það sem ekki klárast til vina okkar. Ég bjó því til þennan sumarlega drykk handa okkur Elmari þegar hitinn var að buga okkur einn daginn. Fyrst býr maður til smá brómberjasafa og blandar honum síðan við gin, límónusafa og sódavatn. Úr verður svona líka ljómandi fallegur rauðbleikur frískandi sumardrykkur.

Skál!

Brómberjasveifla

(Breytt ppskrift úr Bon Appétit, júlí 2012)

  • 1/4 bolli brómber
  • 2 msk sykur
  • 1/2 bolli gin
  • 1/4 bolli ferskur límónusafi (úr tveimur safamiklum límónum)
  • sódavatn

Aðferð:

Setjið brómberin og sykurinn í blandara og látið blandast þar til sykurinn leysist upp. Hellið í gegnum fína síu til að sigta fræin frá. Hellið síðan í tvö glös.

Skiptið límónusafanum og gininu á milli glasana og hrærið öllu saman.

Fyllið glösin af klaka. Hellið sódavatni yfir og hrærið aftur til að blanda saman.

Berið fram.

Gerir 2 drykki

4 athugasemdir Post a comment
  1. Jóna S. Kristinsdóttir #

    Góða ferð heim, það hefur verið gaman að fylgjast með blogginu þínu.

    10/07/2013
  2. Inga Þórey #

    Ég fæ fiðrildi í magan að vita af ykkur á heimleið elsku fjölskylda :) Ég skil samt mjög vel blendnar tilfinningar. Við skulum reyna að taka vel á móti ykkur og ég hlakka til að kynnast henni Þórdísi Yrju!
    Helduru ekki áfram að blogga frá Íslandi?

    10/07/2013
  3. Mikið afskaplega lítur þessi drykkur vel út! Gangi ykkur vel með flutningana og góða ferð til Íslands :)

    10/07/2013
  4. Góða ferð til Íslands! – Verður skrýtið að lesa ekki fleiri færslur úr eldhúsinu í Brooklyn en þú heldur nú vonandi áfram að blogga eftir heimkomuna! :)

    10/07/2013

Færðu inn athugasemd við Jóna S. Kristinsdóttir Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: