Skip to content

Posts from the ‘Brómber’ Category

Brómberjasveifla

Að pakka niður stúdíóíbúð með lítinn gorm sem skríður út um allt og tætir uppúr kössum jafnóðum og við röðum ofan í þá er þolinmæðisverk. En Þórdís Yrja er svo skemmtileg að það er ekki annað hægt en að brosa út í annað og endurtaka „ó-ó“ í sífellu. Það styttist mjög í heimför og ég er komin með fiðrildi í magann – hvort það sé sökum vægs kvíða eða mikillar eftirvæntingu á ég erfitt með að segja. Ég veit þó að ég verð fegin að segja skilið við litla músakotið og ég hlakka til að búa í íbúð með svefnherbergi (herbergi til þess eins að sofa í! Með hurð sem lokar restina af íbúðinni af!).

Þar sem tollalögin heima banna manni að flytja inn áfengi þá neyðumst við til að drekka birgðirnar og gefa það sem ekki klárast til vina okkar. Ég bjó því til þennan sumarlega drykk handa okkur Elmari þegar hitinn var að buga okkur einn daginn. Fyrst býr maður til smá brómberjasafa og blandar honum síðan við gin, límónusafa og sódavatn. Úr verður svona líka ljómandi fallegur rauðbleikur frískandi sumardrykkur.

Skál!

SJÁ UPPSKRIFT

%d bloggurum líkar þetta: